WOW hrynur á undan Icelandair

Hagkerfið er að kólna eftir stöðugan vöxt síðustu ár. Ferðaþjónustan nýtur ekki kengur árlegs vaxtar upp á tugi prósenta. Minni vöxtur, hækkandi olíuverð og vaxandi launakostnaður bítur í rekstrartölur flugfélaganna.

Flugfargjöld hækka um 23 prósent í vísitölumælingu sem veit á minni eftirspurn næstu mánaða. Hlutabréf í Icelandair hafa fallið um 40 prósent á árinu. WOW er ekki skráð á hlutabréfamarkaði.

Samanburður Morgunblaðsins á lykiltölum í rekstri WOW og Icelandair sýna svart á hvítu að fyrrnefnda félagið er á leið í ókyrrð á meðan Icelandair nýtur þess að vera í fjölþættari rekstri og eiga dýpri vasa. Best að spenna beltin.


mbl.is Afkoma flugfélaganna afar misjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Mér er sama um Icelandair, en ég vona að WOW spjari sig, enda flýg ég og allir sem ég þekki persónulega með WOW. Ef hart verður í ári, þá verður WOW að selja eitthvað af vélunum og fækka þeim flugleiðum sem gefa ekki hagnað. Á einhverjum tímapunkti mun eftirspurn eftir flugferðum til þeirra evrópsku borga sem hafa orðið verst úti, fólk mun ekki vilja fljúga til stórborga sem eru orðnar hættulegar og þar sem búið er að rústa öllu.

Það var góð hugmynd hjá WOW að byrja að fljúga til Tel Aviv vegna tengsla Ísraels við USA. Í fyrra var það langódýrasta flugið milli USA og Ísraels og gífurlegur markaður. Sama verður ef WOW ákveður að fljúga til höfuðborgar Ísraels, Jerúsalems. Og svo verðum við að sjá til hvort flugið til New Delhí skili hagnaði. 

Önnur þrælgóð viðskiptahugmynd hjá WOW var samvinnan með Kiwi Air, sem býður upp á samræmt tengiflug til Mið- og Suður-Ameríku, svo og til austur-asískra landa eins og Japans. Samræmt tengiflug til México til dæmis þýðir að maður þarf ekki að hírast á hóteli heila nótt í LA. 

Aztec, 27.7.2018 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband