Mánudagur, 23. júlí 2018
Dýrin í ráðhúsinu - pólitísk ábyrgð
Dómur féll í eineltismáli þar sem gerandinn er handvalinn af vinstrimeirihlutanum. Í dómnum segir m.a.
Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn virðist ætla af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna.
Lítið fer fyrir pólitískri ábyrgð vinstrimeirihlutans. Uppskriftin að viðbrögðunum, eða öllu heldur viðbragðaleysi, vinstrimeirihlutans er í alkunnri dæmisögu George Orwell um pólitíska menningu sósíalista.
Í Dýrabæ segir einfaldlega: öll dýrin eru jöfn, en sum dýr jafnari en önnur.
Ekki dýr í hringleikahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að vinstri meirihlutinn stundi einelti kemur svosem engum á óvart, en að það skuli vera tekið á því af slíku afli er þeim mun áhugaverðara. Svo gildishlaðið dómsorð sýnir að hegðun skrifstofustjórans hefur gersamlega gengið fram af sómakennd dómarans.
Ragnhildur Kolka, 23.7.2018 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.