Miðvikudagur, 18. júlí 2018
Píratar fyrirlíta fullveldið
Fullveldi markast af landamærum. Píratar eru á móti hvorttveggja landamærum og fullveldi. Fjárhagslegur og hugmyndafræðilegur bakhjarl Pírata er auðmaðurinn George Soros, sem boðar opingáttarstefnu fólksflutningum og tekur ESB fram yfir þjóðríkið.
Píratar segjast sniðganga fullveldisfund vegna Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins. Það er yfirvarp.
Fullveldið er óvinur Pírata. Þeir þora ekki að gangast við óvináttunni opinberlega og finna sér afsökun. Í næstu skýrslu til Soros geta Píratar hælst um og sagst enn fylgja opingáttarlínunni.
Píratar sniðganga hátíðarfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef ekkert að klaga upp á hana Piu;
(=ekki viljum við að múslima-moskur rísi á HINU KRISTNA ÍSLANDI).
Það er frekar að ég myndi sniðganga þessa samkomu af því að sitjandi ríkisstjórn flaðrar upp um dragdrottnignar með því að leggja blessun sína yfir hjónabönd samkynhneigðra.
Jón Þórhallsson, 18.7.2018 kl. 14:35
Landamæri eru bara línur á korti.
Fullveldi markast af yfirráðum.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2018 kl. 14:56
Píratar hafa þá einhverja hugmynd um að hér verður sniðgöngu þeirra illa tekið,en afsökunin er forkastanleg því mikið liggur víst við. Pia á að vera einn helsti höfundur útlendingahaturs,þannig bera þeir allskonar fjandsamlegri lýsingu á fólk,sem aftekur að fylgja eftir hugmyndum þeirra um að afmá lýðræði.
Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2018 kl. 15:16
Landamæri eru annað og meira en línur á korti. Þau afmarka velferðarkerfi þeirra þjóða/þjóðarbrota sem búa innan þeirra. Ef við afnemum landamæri afnemum við í leiðinni þegnskylduna og samvinnuvilja íbúanna.
Kolbrún Hilmars, 18.7.2018 kl. 17:04
Bara línur á korti - en ekki bara einhverjar línur. Það eru þær línur sem afmarka það svæði þar sem umrædd yfirráð ná til. Slík yfirráð snerta meðal annars það hverjir fá að búa á viðkomandi stað, og hvert löggæslan nær. Fráleitt er að tala um yfirráð nema með því að tala um landssvæðið sem það nær til, og jafn fráleitt er að tala um landssvæði nema með því að tala um mörk þess: sem sagt landamæri.
Egill Vondi, 18.7.2018 kl. 19:48
Þessi uppákoma hefur auðvitað ekkert með fyrirlitningu á fullveldinu að gera. Rót hennar er einfaldlega sú að þessu fólki er fyrirmunað að skilja muninn á embættinu og einstaklingnum sem gegnir því. Það er nú kjarni málsins.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2018 kl. 21:27
Landamærin eru miklu meira en litur á korti. Þau afmarka fullveldið.
Það er fullveldið sem landsöluliðið í Samfylkingunni og Viðreisn hatast við og gefur skít fyrir. Það var í raun ömurlegt að horfa á alþjóða-og ESB sinnan Þorgerði Katrínu í þjóðlegri múndéringu tala í Þingvöllum þegar hún í rauninni vill afskaffa þjóðríkið okkar.Enda glotti Logi Már drjúgum.
Halldór Jónsson, 19.7.2018 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.