Fréttaskoðanir og hlutverk ríkisins

Fréttir fjölmiðla endurspegla skoðanir þeirra sem þar starfa. Rétt eins og færsla á samfélagsmiðli er til vitnis um skoðun höfundar. Oft verða færslur á samfélagsmiðlum að fréttum fjölmiðla. Það gerist þegar blaðamaður á ritstjórn hefur þá skoðun að færslan sé frétt. Meira þarf ekki til.

Ísland býr við flokksútgáfur frá upphafi dagblaðaútgáfu. Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn birtu fréttaskoðanir til samræmis við stjórnmálaskoðanir lesenda sinna. Á sjötta áratug síðustu aldar færði Morgunblaðið sig í áföngum úr flokksfaðmi Sjálfstæðisflokksins og varð hægt og sígandi almennt fréttablað. RÚV var undir stjórn pólitískra fulltrúa sem áttu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi.

Um 1990 lögðust flokksblöðin af. Nýjar útgáfur, Bylgjan og Stöð 2, fluttu fréttaskoðanir til samræmis við eigendur sína. Tveir Jónar, annar kenndur við Skífuna og hinn við Baug, lögðu sitt af mörkum til að ,,auðga" fjölmiðlaflóruna. Eftir aldamót eignuðust Exista-bræður Viðskiptablaðið undir sömu formerkjum. Að flytja þóknanlegar fréttaskoðanir. Um tíma komst Morgunblaðið í eigu Björgólfsfeðga sem einnig fjárfestu í útbreiðslu skoðana. RÚV varð að starfsmannaveldi án ábyrgðar gagnvart eiganda sínum.

Netútgáfur taka fjörkipp síðustu ár. Kjarninn, Stundin, DV-Eyjan og Kvennablaðið birta okkur mörgum sinnum á dag margvíslegar fréttaskoðanir.

Í landinu er tjáningarfrelsi sem ríkisvaldinu ber samkvæmt stjórnarskrá að verja. Hugmyndir um að styrkja skoðanaútgáfu einkarekinna fjölmiðla fela allar í sér mismunun. Gangi einhverjar þær fram mun ríkið hampa einni skoðanaútgáfu en lítilsvirða aðra. Það er ekki hlutverk ríkisins að vega og meta hvaða skoðanir skulu fá fjárstuðning og hverjar ekki. 

Ef ríkið vill bæta starfsskilyrði einkarekinna fjölmiðla er hægt að gera það með einu pennastriki: leggja niður RÚV. 


mbl.is Íslenskir fjölmiðlar fá minni stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki auðveldara að leggja bara niður Fréttastofu RÚV. Það er hún sem veldur allri úlfúðinni.

Halldór Jónsson, 6.7.2018 kl. 12:34

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú.

Páll Vilhjálmsson, 6.7.2018 kl. 12:37

3 Smámynd: Hörður Þormar

Eftir að mál Hjartar Hjartarsonsr í Rússlandi kom upp, þá gáfu um eitthundrað fréttakonur út yfirlýsingu þar sem þær kröfðust "Berufsverbot" á hann. Þar á meðal voru 40 starfandi hjá fréttastofu RÚV. Ekki veit ég hve margir fréttamenn starfa þar alls, kannski 80.

Af þeim fjölda að dæma þá hljóta mjög nákvæmar og áreiðanlegar fréttir að koma frá þessari fréttastofu.laughing

Hörður Þormar, 6.7.2018 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband