Föstudagur, 6. júlí 2018
Facebook ritskoðar sjálfstæðisyfirlýsinguna
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna frá 1776 er uppgjör við nýlenduveldið Bretland. Yfirlýsingin réttlætti sjálfstæðisbaráttuna og hornsteinn bandaríska þjóðríkisins. Facebook ritskoðaði yfirlýsinguna þegar hún var birt á samfélagsmiðlinum.
Að áliti Facebook geymir sjálfstæðisyfirlýsingin hatursorðræðu. Í yfirlýsingunni er m.a. þetta efnisatriði:
He has excited domestic insurrections amongst us, and has endeavoured to bring on the inhabitants of our frontiers, the merciless Indian Savages whose known rule of warfare, is an undistinguished destruction of all ages, sexes and conditions.
Textinn er 18du aldar enska og verður að skilja í samhengi. En Facebook þekkir ekki sögulegt samhengi og stimplar textann sem hatursorðræðu. Það er flókið mál að láta vélar lesa texta og skilja mennskum skilningi.
Athugasemdir
Það er nú kannski rétt að halda því til haga að Facebook hefur síðan beðist afsökunar og birt textann.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2018 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.