Fimmtudagur, 5. júlí 2018
Geta konur ekki unnið fullt starf?
Ljósmæður eru kvennastétt. Í tilefni af kjaradeilu þeirra sendu hjúkrunarfræðingar, önnur kvennastétt, frá sér fréttatilkynningu. Þar segir m.a.
Starfsumhverfi, vinnutímaskipulag og álag í starfi gerir það að verkum að ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og aðrar heilbrigðismenntaðar kvennastéttir sem vinna vaktavinnu treysta sér ekki til þess að vera í háu starfshlutfalli.
Grunnskólakennarar eru einnig kvennastétt, um 80% þeirra eru konur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara sagði í Kastljósi 22. janúar s.l. að kennarar vildu vera meira heima en samt fá greitt fyrir fulla vinnu.
Grunnskólakennsla er ekki vaktavinna. Rökin um að vaktavinna fæli konur frá fullu starfi stenst ekki.
Samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins eru aðeins 14 prósent ljósmæðra í fullu starfi. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra er nær 70%. Þetta fyrirkomulag getur þýtt tvennt. Í fyrsta lagi að þorri ljósmæðra kjósi hlutastarf til að eiga meiri frítíma. Í öðru lagi að ljósmæður skrái sig í hlutastarf en taki í staðinn yfirvinnu, sem er með hærra tímakaup en dagvinna. Miðað við að meðallaun ljósmæðra í fullri vinnu eru 850 þús. kr. á mánuði virðist seinni kosturinn algengur.
Svo spurningunni í fyrirsögn sé svarað beint. Jú, konur geta unnið fulla vinnu. En þær kjósa að gera það ekki. Opin spurning er hvers vegna. Það skyldi þó aldrei vera að konur séu eitthvað annað en karlar þegar kemur að launavinnu?
Ljósmæður mæta með tilboð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefir sýnt sig að kvennastéttir eru langtum grimmari með launakröfur en karlmenn. Það halda alltaf að það sé verið að níðast á þeim þegar málið er að það eru ekki gerðar eins miklar kröfur til þeirra vinnulega séð en karlmanna.
Spurning hversvegna fór allt upp í loft þegar konur byrjuðu að reyna að stjórna landinu með alþingissetu sinni. Menn sömdu þegar allt var komið í hnút hér áður eftir getu ríkissjóðs. Getur verið að konur skilji ekki nema ...ég vil ekki...
Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.