Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Liðakeppni í ljósmæðradeilunni
Í ljósmæðradeilunni eru tvö lið. Annað liðið er heildsteyptara og notar leikaðferðina ,,ekki má sprengja upp launastefnuna, það leiðir til verðbólgu og efnahagslegrar kollsteypu."
Hitt liðið er sundurlausara. Þar er m.a. að finna uppreisnarfólk úr almennu verkalýðshreyfingunni, stjórnarandstöðuna á þingi og ekki síst einstaklinga úr vinstrikreðsum.
Sundurlausa leikskipulagið hljómar svona: ,,látum almannatengla og samfélagsmiðlaumræðuna telja almenningi trú um að ljósmæður séu á vonarvöl - með 850 þús. á mánuði að meðaltali - og þá tekst okkur að sprengja í loft upp launastefnuna og ríkisstjórnina kannski í leiðinni."
Liðakeppnin í ljósmæðradeilunni er tvísýn.
Skora á Bjarna að finna betri aðferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri nú að einhver fréttamaðurinn spyrði forystumenn annarra ríkisstarfsmanna hver þeirra viðbrögð yrðu ef ljósmæður fengju þá hækkun sem þær fara fram á - hvort þeirra félagsmenn myndu sætta sig við að fá ekki líka.
Þetta væru auðvitað alvöru fréttamenn löngu búnir að spyrja um, í stað þess að leggja fréttatímana kvöld eftir kvöld undir viðtöl við áhyggjufulla verðandi foreldra. Eða er það ekki hlutverk fréttamanna að upplýsa almenning?
Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2018 kl. 22:16
Eru þessar 850 þúsund réttar tölur, ég sá launaseðil, sem ljósmóðir setti á FB.
Ég hafði ekki lag á stækka hann nógu vel.Hann var dagssettur 01.07.2018, ég finn hann ekki aftur. En var langt frá þessum tölum.
Er eitthvað um að ljósmæður séu verktakar ? Mig vantar skýringar.
Haukur Árnason, 4.7.2018 kl. 22:50
Talan 850 þúsund, eða 848 þús. nákvæmlega, er gefin upp sem meðalheildarlaun ljósmæðra í fullu starfi. Það þýðir meðallaun með vaktaálagi og yfirvinnu.
Sjá nánar fréttatilkynningu ráðuneytis.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/03/Vegna-fjolmidlaumfjollunar-um-kjor-ljosmaedra/
Páll Vilhjálmsson, 4.7.2018 kl. 23:12
Haukur, ef það var sami launaseðill og ég sá þá var ljósmóðirin í 70% vinnu, útborgað ~375þúsund og hafði fengið rétt innan við 4milljónir frá áramótum. Ég nennti ekki að lesa mig í gegnum yfirvinnutímana, en lætur nærri að árslaunin séu um 8 millur.
Hjúkrunarfræðingar hafa lengi haft þann sið að vinna 50-70% vinnu og fylla upp í á yfirvinnutaxta.
Ragnhildur Kolka, 4.7.2018 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.