Ræðum stjórnarskrána í 20 ár

Umræðan um stjórnarskrá lýðveldisins núna er millileikur. Síðasta lota, 2009-2013, gekk út á að kollvarpa stjórnarskránni og flytja fullveldið til Brussel. Byltingin mistókst, vinstriflokkarnir  fengu rauða spjaldið frá kjósendum 2013; Samfylkingin tapaði 2/3 hlutum fylgisins en Vinstri grænir ,,aðeins" helmingi.

Í tíð stjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 2013-2016 fékk stjórnarskráin friðhelgi. Vinstriflokkarnir héldu áfram að naga undirstöðu lýðveldisins en bitið var án tanna.

Vinstri grænir komu umræðuákvæði í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar og þar með hefst núverandi lota. Stjórnarskrárbreytingar verða ekki gerðar nema í breiðri sátt. Miðað við stöðu mála þessi misserin eru tveir áratugir í sátt. Tökum umræðuna.


mbl.is Ræddu fimm stjórnarskrábreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nýtum tækifærið og tökum upp FORSETALÝÐRÆÐI með sama hætti og er í frakklandi:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2908/

Jón Þórhallsson, 30.6.2018 kl. 18:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lágmarkskrafa er að stjórnvöld og dómstólar byrji að fara eftir núverandi stjórnarskrá. Það er sú breyting sem við þurfum raunverulega á að halda, þó fæstir kunni því miður að orða þá hugsun rétt.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2018 kl. 21:20

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei takk, ekkert forsetalýðræði.  Það er nú lágmark að við almúginn fáum amk að lifa í þeirri trú að við ráðum einhverju. Sennilega var það einmitt dulið foretalýðræði að þjóðaratkvæðagreiðsla um EES samninginn á sínum tíma fékkst ekki þrátt fyrir fjöldaáskoranir.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2018 kl. 21:31

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að það sé betra að kjósa 1 góðan verkstjóra beint á toppinn

sem að axlaði raunverulaga ábyrgð á sinni þjóð

og helgaði sig starfinu allan sólarhringinn

(þó að það tæki tvær umferðir í kosningum)

frekar en að borga 63 alþingismönnun ofurlaun

fyrir að ræða fundarstjórn forseta allan daginn inni á ALþingi.

Jón Þórhallsson, 30.6.2018 kl. 21:32

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

þarna liggur hundurinn grafinn Guðmundur. Af hverju er ekki farið nánar í þessi atriði í fréttinni? Liggur fyrir að Stjórnarskráin eru bara blöð í augum sumra og þeir hinir sömu eiga að standa vörð um hana.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.7.2018 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband