Föstudagur, 29. júní 2018
Danir skera niður sitt RÚV um 20%
Danska RÚV-ið, DR, verður skorið niður um fimmtung og hluti starfseminnar fluttur á landsbyggðina. Útvarpsgjald verður afnumið, í staðinn fer DR á fjárlög.
Hér á Íslandi situr RÚV yfir hlut annarra fjölmiðla og nýtur skylduráskriftar, þ.e. útvarpsgjalds.
Er ekki kominn tími til að tengja og afnema sérréttindi RÚV?
Samkomulag um stuðning við netmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engin þörf á því að ríkið reki gaypride-bælið rás 2.
Er það einhver almannahagur að ríkið haldi úti her manns
við að kvikmynda bolta sem að er bara sparkað fram og til baka?
Jón Þórhallsson, 29.6.2018 kl. 09:49
Þú ert aldeilis upplýsandi Jón um leið og þú undirstrikar hve RÚV kemur að mörgum þáttum mannlífs.Ekki hafði ég hugmynd um gaypride-rás sem þú þekkir og hygg að þannig sé um fleiri. Þar sem Rúv nýtur skylduáskriftar er ekkert sjálfsagðara en að sýna frá viðburðum sem unga fólkið okkar tekur þátt í og nær öll þjóðin horfir á.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2018 kl. 13:28
RÁS 1 er alltaf upplýsandi og ætti alltaf að vera í eigu RÍKISINS.
t.d. tengt almannavörnum.
Mér sýnist að einkaaðilar geti vel séð um að flytja
sömu síbylju-tónlistina og rás 2 gerir.
---------------------------------------------------------------------
Hvar myndi Páll Vilhjálmsson sjálfur vilja skera niður hjá rúv í réttri forgangsröðun?
Jón Þórhallsson, 29.6.2018 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.