Sunnudagur, 24. júní 2018
Pólitískur fótbolti
Shaqiri og Xhaka eru Albanir að uppruna en spila með landsliði Sviss. Það kallast fjölmenning. Báðir skoruðu þeir gegn Serbum, sem sitja yfir hlut Albana í Kosovo, og fögnuðu með handartákni er túlkað var sem tvíhöfða örn albanska þjóðarfánans.
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, stundar áróður fyrir fjölmenningu í kynningarstarfi sínu. En sambandið skipuleggur knattspyrnumót þjóðríkja.
Ef Shaqiri og Xhaka verður refsað fyrir táknmálið er FIFA að mótmæla afleiðingum eigin áróðurs um ágæti fjölmenningar. Snúið mál, sem sagt.
![]() |
Shaqiri og Xhaka í tveggja leikja bann? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
....Reyna svo að éta þennan rauðseydda viðbrennda velling ,oní sig.
Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2018 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.