ESB ómerkir lýðræðið

Í orði kveðnu segist Evrópusambandið standa vörð um lýðræðið. En þegar lýðræðislegar kosningar gefa ,,ranga" niðurstöðu krefjast ESB-sinnar iðulega nýrra kosninga.

Þetta er gömul saga og ný. Írar urðu að kjósa tvisvar. Þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá ESB var henni breytt í samning - sem þjóðirnar fengu ekki að kjósa um.

Og nú skal endurskoða Brexit-kosningarnar þar sem Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu.

ESB ómerkir lýðræðið enda fjarska ólýðræðislegt samband.


mbl.is Vilja kjósa á ný um Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband