Fara Píratar á sjó?

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er iðulega skotspónn Pírata og annarra vinstrimanna.

Nú er Ásmundur farinn á sjó í afleysingu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar.

Skyldu Píratar fara á sjó?


mbl.is Ásmundur Friðriks á sjó í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Nei, þeir gætu það ekki.  Kunna ekki til verka.

Steinarr Kr. , 23.6.2018 kl. 10:22

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eftir því sem ég best veit er tór hluti í samtökum Pírata eru sjómenn og sjómannskonur.

En hvernig er með þig Palli; hefur þú mígið í saltann sjó ?

Níels A. Ársælsson., 23.6.2018 kl. 10:54

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég tók eina vertíð á Hinrik KE, rerum frá Sandgerði og Grindavík, fyrst á línu og síðan á net.

Páll Vilhjálmsson, 23.6.2018 kl. 10:59

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Væntanlega Hinrik KE, sem síðar varð Frigg BA-4 í eigu föður míns. Smíðaður í A-Þýskalandi; einn af svo kölluðum tappatogurum ? 

Níels A. Ársælsson., 23.6.2018 kl. 11:37

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, þessi Hinrik KE, mig minnir 200, var tólf tonna plankabyggður dagróðrabátur. Við eigandinn, Haraldur Hinriksson, voru tveir á línunni en sá þriðji og jafnvel fjórði bættust við þegar við fórum á net.

Páll Vilhjálmsson, 23.6.2018 kl. 13:06

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þór fer í malbikið allavega.

En hvað hinir gera?

Halldór Jónsson, 23.6.2018 kl. 13:45

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Oddviti Pírata í Reykjanesbæ er sjómaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2018 kl. 17:55

8 Smámynd: Gissur Örn

Bæði oddviti Pírata í Reykjanesbæ og annar á lista í NV kjördæmi eru sjómenn. Það er ágætis fjöldi sjómanna sem komu að og studdu sjávarútvegsstefnu Pírata. 

Gissur Örn, 25.6.2018 kl. 14:37

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað helsti mælikvarðinn á skoðanir fólks hvort það fer á sjó eða ekki. Og þeir sem ekki fara á sjó eiga auðvitað ekkert með að hafa aðrar skoðanir en hinir, sem fara á sjó, hvað þá með að leyfa sér að gagnrýna skoðanir sjósóknaranna. Ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2018 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband