Föstudagur, 22. júní 2018
Rangt skipulag felldi okkur
Íslenska liðið spilaði Nígeríuleikinn eins og þann á móti Argentínu. Þeir gáfu andstæðingnum 2/3 hluta vallarins og treystu á langspyrnur og löng innköst.
Nígeríski þjálfarinn var búinn að sjá þetta fyrir, sagði sínum mönnum að sækja hratt í seinni hálfleik og hafði verðskuldaðan sigur.
En, sem sagt, lífið er meira en fótbolti.
Erfið staða eftir ósigur í Volgograd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenka liðið virðist ekki kunna að spila sóknarbolta.
Halldór Jónsson, 22.6.2018 kl. 19:24
Þetta er svipað og á EM, fyrsti leikurinn var góður en númer tvö var lélegur, númer þrjú var góður og númer fjögur var frábær. Ætli það sama verði uppi á teningnum núna??????
Jóhann Elíasson, 22.6.2018 kl. 19:54
við líklega skít- töpum fyrir Króatíu af sömu ástæðum og liðið sýndi í dag. Það getur ekki sótt
Halldór Jónsson, 22.6.2018 kl. 20:58
Skaparinn að baki framgangi Íslenska landsliðsins var sænski þjálfarinn. Honum lenti í nöp við Sænska "Sjónvarpsþjálfara" sem vildu halda uppi "hetjudýrkun" á einstaklingum, og halda uppi einu einstaklingi í stað liðsins. Um leið og hann er horfinn, byrjar liðið að riðlast til ... og falla niður í "Ég", "um mig", "frá mér", "til mín".
Sem kapteinn sænska liðsins, var liðs skipun Zlatans ... "spilið boltann á MIG og ÉG skora". Þetta þótti sænskum fjölmiðlum sniðugt, því "hetjudýrkun" selur auglýsingar og verða að peningum.
Ísland, er lítið land ... á fátt fólk. Að hafa komist þetta, er STÓR SIGUR. Vandamál Íslendinga, er að þeir kunna ekki að sýna "auðmýkt". Fyrsta sem Íslenskir liðsmenn gerðu var að monta sig ... rembingurinn í botn. Við erum svona, að eðlisfari ... höldum að við séum Víkingar, löbbum út með "HUUUUU" úr bíómynd um 300 grikki, sem voru miklu fleiri en 300.
Við, erum BÆNDUR og BLEIÐUR. Það eru DANIR, SVÍAR, KANINN, BRETINN ... sem sér um varnir landsins. VIð, sitjum eins og bullur og þykjumst vera eitthvað ... fram fyrir þjóðum, sem ganga í stríð og drepa konur, börn og gamalmenni án þess að skammast sín. Við ... skömmumst okkar fyrir að vera hvítt fólk. Nígeríu maðurinn gekk yfir Íslendinginn, í bókstaflegri merkingu ... leit ekki við, baðst ekki afsökunar og hundsaði Íslendinginn eins og hann væri dauður fiskur.
OG VIÐ, erum svo illa gefinn að við höldum að við séum BETRI en þessir "blámenn".
Vei þeim degi, að Íslendingar geri sér grein fyrir því að þeir séu bændur og þurfi að berjast fyrir tilveru sinni ... ríg halda í landið og auðæfi þess fyrir börnin sín og eru tilbúnir að berjast með lífið að veði fyrir framtíð þeirra.
Þetta verður aldrei ... en akkúrat þetta, eru Nígeríumenn og allar aðrar þjóðir sem við "þykjumst" vera betri en ...
Allar þjóðir heims ... eru þjóðir sem hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni, meðan Íslendingar lifðu einangraðir á Íslandi ... í vellystingum. Allar þjóðir, hvaða lit sem þær flagga á fána sínum ... munu fyrr eða síðar, traðka Íslendinga í svaðið ... eins og bar vitni á leikvanginum í dag.
Njóta skulum vér þeirra sigra sem við náum ... en látum vera að þykjast vera stærri en við erum. Því, við erum lítið annað en sandkorn á þessari jörð ... og höfum ekki einu sinni vit, á að berjast fyrir að halda okkur á þeirri strönd sem við erum.
Örn Einar Hansen, 22.6.2018 kl. 22:29
.....Herr Hansen gengur af göflunum þótt við töpum einum leik í HM í fótbolta karla,en grenjum hvorki né gefumst upp. Við erum langt komin á leið í HM kvenna,komin í HM karla í handbolta; Ó já eigum 5 landsliðsþjálfara annara landa.
Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2018 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.