ASÍ missir kjölfestuna - verkó sundrast

Forseti ASÍ er flæmdur úr embætti af herskáum félögum sem berjast undir rauðum fána sósíalisma. Gylfi Arnbjörnsson er í áratug búinn að vera kjölfesta ASÍ og tók verkalýðshreyfinguna í gegnum brimskafl hrunsins.

Herskáu sósíalistarnir njóta einskins trúnaðar úti í samfélaginu og lítils í verkalýðshreyfingunni sjálfri. Þeir komust til valda vegna sinnuleysis almennra félagsmanna að kjósa sér forystu.

Brotthvarf Gylfa er fyrsta áþreifanlega merkið um sundrungu verkalýðshreyfingarinnar. Heildarsamtökin missa kröftugan og raunsæjan talsmann sem fipaðist aðeins í einu máli, sem þó var verulega stórt; afstöðunni til ESB.


mbl.is Gylfi ekki áfram forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afstaða Gylfa til ESB var risa mál því hún sneiddi gersamlega gegn hagsmunum félagsmanna. Það hefði átt að kveikja í félagsmönnum.

Það er því þeim mun merkilegra að uppreisnarliðið skuli hafa haft völdin af Gylfa út af launastefnu, því hann hafði þó skilning á að fleiri krónur í veskið er ekki það sama og aukinn kaupmáttur.

Ragnhildur Kolka, 21.6.2018 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband