Fjórða kynið: internetkynið

Úr Bretaveldi berast þær fréttir að fyrsti einstaklingurinn er formlega greindur með internetfíkn. Um er að ræða unglingsstrák með ástríðu fyrir tölvuleikjum. Eftir því sem internetinu vex fiskur um hrygg og lífið á veraldarvefnum verður altækara er hætt við að þeim fjölgi sem eiga þar betur heima en í kjötheimum.

Fyrirsjáanlega finnst innan tíðar internetkyn sem hvorki er karl né kona, heldur ekki þriðja kynið, intersex. Læknisfræðilegar rannsóknir gætu sýnt fram á að internetkynið tilheyri ekki hversdagslegum lífheimi heldur sé af veröld vefsins. Í slíkum tilfellum væri ætlað samþykki viðkomandi, að tilheyra mannkyni, augljóst brot á mannréttindum.

Pólitískir rétttrúnaðarriddarar verða að undirbúa sig undir næstu baráttu, sem verður um annars heims kyn. Ekki er að efa að rétttrúnaðarriddararnir eigi hauka í horni þar sem eru Íslandsdeild Amnesty og heilbrigðisráðuneytið á Fróni.


mbl.is Brotið gegn mannréttindum fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband