Embættismenn móta ekki pólitíska stefnu

Forstjóri sjúkratrygginga er kominn langt út fyrir starfssvið sitt þegar hann kærir heilbrigðisráðherra.

Steingrímur Ari er sérstakur áhugamaður um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Ráðherra er það ekki.

Ef Steingrímur Ari vill hafa pólitísk áhrif ætti hann að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. En hann á ekki að reka opinbert embætti eins og útibú frá frjálshyggjufélagi.


mbl.is Telur ráðherra brjóta gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr frétt af mbl.is 2 júní:

Stein­grím­ur Ari Ara­son, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ), hef­ur ákveðið að sækja ekki um starf for­stjóra SÍ á ný, en Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra ákvað í vor að starf for­stjóra yrði aug­lýst laust til um­sókn­ar. Stein­grím­ur Ari gerði starfs­mönn­um SÍ grein fyr­ir ákvörðun sinni á fundi í gær­morg­un.

„Það ligg­ur fyr­ir hver vilji ráðherr­ans er. Ég hef haft tvo mánuði til þess að hug­leiða mína stöðu og niðurstaðan er að það er þá líka minn vilji að hætta sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga,“ sagði Stein­grím­ur Ari í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Stein­grím­ur Ari seg­ir að skip­un­ar­tími hans sem for­stjóri SÍ renni út í lok októ­ber í haust og það sé síðan bara sam­komu­lags­atriði hvort hann hætti fyrr eða ekki."

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2018 kl. 22:49

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er nú spurning hvort ekki sé alltaf réttast að fara bara að lögum. Það er það sem Steingrímur Ari vill og leggur til að gert sé. Ráðherrann vill hins vegar að ríkið sjái um heilbrigðisþjónustuna, alveg burtséð frá sparnaði ríkisins og kostnaði í einstökum tilfellum. Skoðanamyndun út frá þannig forsendum væri réttilega nefnd pólitísk rétthugsun.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.6.2018 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband