Bandaríkin burðardýr heimshagkerfisins

Eftir seinni heimsstyrjöld sáu Bandaríkin um að endurreisa heimshagkerfið. Uppbygging í Evrópu og Asíu með Marshall-aðstoð, sem barst líka til Íslands, var óhugsandi án Sáms frænda.

Eftir stríð urðu Bandríkin forysturíki hins frjálsa heims andspænis alþjóðlegum kommúnisma Sovétríkjanna. En vegna yfirburðanna komust bandalagsþjóðirnar upp með viðskiptahindranir til að verja heimamarkað. 

Trump var forseti út á loforð um að bæta hag bandarísku millistéttarinnar og láglaunafólks. Til að þeirra hagur batni verða Bandaríkin að afnema viðskiptahætti sem mótuðust eftir seinna stríð þegar Bandaríkin höfðu efni á að vera burðardýr heimshagkerfisins.

Sovétríkin féllu fyrir bráðum 30 árum. Heimskommúnismi er ekki lengur sameiginlegur óvinur vestrænna ríkja. Trump forseti er afleiðing af pólitískum og efnahagslegum vatnaskilum en ekki orsök þeirra.


mbl.is Trump: „Engar hindranir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Góð hugmynd að blokkera gas og kolasölu frá Rússlandi til Evrópu og flytja það þess í stað með skipum frá Ameríku. 70-100% hærra verð. Make America great again..

Guðmundur Böðvarsson, 10.6.2018 kl. 10:58

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nokkuð mögnuð fórnarlambsvæðing á bandarískum kapítalisma.

Wilhelm Emilsson, 10.6.2018 kl. 11:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandaríkin stóðu frammi fyrir tveimur kostum í styrjaldarlok: Að draga sig inn í einangrunarskel og skipta sér ekki af málefnumm Evrópu eða að hjálpa Evrópu til sjálfsbjargar. 

Niðurstaða flestra, sem hafa reynt að reikna þetta út, benda til þess að síðari kosturinn hafi verið miklu betri og í gegnum stórvaxandi heimsviðskipti fært öllum aðilum gróða, líka Bandaríkjunum. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2018 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband