Laugardagur, 9. júní 2018
Kennarar, ljósmæður og orðræðan um eymd
Ljósmæður féllu í sama pytt og grunnskólakennarar. Báðar stéttirnar töluðu starfið sitt niður og útmáluðu sig með eymdarkjör. Þegar starfsstétt segist vera að bugast vegna þess að fáeinar krónur vantar í launaumslagið er hætt við að dómgreindin sé orðin lélegri en tekjurnar.
Eymdarorðræðan er til að ávinna stétt samúð með fjölmiðlaumræðu og skætingi á samfélagsmiðlum. En löngu áður en umræðan hreyfir við almenningi er viðkomandi starfsstétt orðin félagslegt rekald. Grunnskólakennarar fokkuðu upp félagslegri samheldni með vælinu og heildarsamtök kennara eru komin á vonarvöl vegna innanmeina.
Ljósmæður eru verðugar góðra launa. Þær eru sannkallaðir lífgjafar. En þær mættu temja sér meira raunsæi í málflutningi og hætta eymdarorðræðunni.
Segir ljósmæður í þröngri stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.