Laugardagur, 9. júní 2018
Trump vill Pútín, ESB segir nei
Trump Bandaríkjaforseti vill að Rússland fái sæti á fundum G7-ríkjanna. Evrópuríkin segja nei, við viljum ekki Pútín í hópinn og bera við Úkraínudeilunni.
G7-ríkin eru öll Nató-ríki utan Japan. Fyrir 4 árum var sameiginlegt verkefni þeirra að taka Úkraínu undan áhrifasvæði Rússlands og færa undir forræði Evrópusambandsins og Nató. Líkt og hafði verið gert með önnur Austur-Evrópuríki s.s. Pólland, Eystrasaltslöndin, Rúmeníu og fleiri eftir fall Sovétríkjanna.
Afleiðingin af útþenslu Nató/ESB var að í Úkraínu braust út borgarastyrjöld. Landið er í reynd klofið, vesturhluta landsins sitja skjólstæðingar Nató/ESB-ríkja en austurhlutanum stýra uppreisnarhópar studdir Rússum, sem jafnframt innlimuðu Krímskaga.
Bandaríkin undir Obama, forvera Trump, og ESB-ríkin litu á Rússland sem óvinveitt ríki. Þegar Trump var kjörinn forseti 2016 var búin til saga um að Rússar hefðu tryggt sigur hans. Engin innistæða er fyrir þeirri sögu.
Trump vill þíðu í samskiptum við Rússa og Pútín forseta. Herská ESB-ríki eru mótfallin. Guardian segir reyndar að nýr forsætisráðherra Ítalíu sé hlynntur aðild Rússa að G7-hópnum.
Samskipti Rússar og vestrænna ríkja eru verri en þau hafa verið frá falli Sovétríkjanna. Þriðja heimsstyrjöldin er rædd sem möguleiki af Pútín í rússnesku sjónvarpi.
Að það sé Trump sem er friðardúfan í samskiptum við Rússland en ESB-ríkin öskrandi ljón segir heilmikla sögu um ástand alþjóðamála.
Á móti endurkomu Rússlands í G7-hópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eiga ekki að vera neinir G-hópar.
Allir þessir fundir eiga bara að eiga sér stað
í höfuðstöðvum SAMEINUÐUÞJÓÐANNA
=Til þess voru þær stofnaðar.
Þar sitja fulltrúar allra landa og óþarfi fyrir þjóðhöfðingja að þeysast í mengandi breiðþotum heimshorna á milli út af einhverjum G-fundum.
Jón Þórhallsson, 9.6.2018 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.