Pólitískur íslam og hliðarsamfélagið

Múslímatrú -íslam - er pólitísk í eðli sínu. Trúarmenning múslíma gerir ráð fyrir trúarlögum - sharía - sem standi ofar landslögum. Vestræn kristni er ópólitísk, gerir ráð fyrir að trú sé einkamál, ekki málefni samfélagsins.

Ríkjandi sjónarmið í trúarmenningu múslíma er að fordæma þá sem ganga af trúnni, jafnvel að það sé líflátssök. Þetta viðhorf er algerlega andstætt vestrænu trúfrelsi.

Þegar múslímar festa rætur í vestrænum samfélögum mynda þeir nánast sjálfkrafa hliðarsamfélag, sem mótað er af múslímskri trúarmenningu.

Austurrísk yfirvöld freista þess að uppræta hliðarsamfélag múslíma með því að loka moskum sem tilbiðja dauða og tortímingu. 

Íslensk yfirvöld eiga að sjá til þess að múslímar myndi ekki hliðarsamfélag á Íslandi. 


mbl.is Vísa klerkum úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ríkisstjórnin þín 

alltaf jafn fylgjandi nýrri múslima-mosku í Sogamýrinni?

Y/N?

Jón Þórhallsson, 8.6.2018 kl. 13:10

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Kristni er hápólitísk og þetta veist þú vel.  Lög Gyðinga, Torah, eru grunnlög flestra vestrænna landa.  Þau hafa þynnst svolítið út í aldanna rás, og verið bætt við þau, en grunnurinn er sá sami. Trúfrelsi er nýtt á vesturlöndum.  Meðan kirkjan var upp á sitt besta, þá var það dauðasök að sýna tilhneigingu til villutrúar, sem var allt sem ekki samræmdist skoðun hinnar almáttugu, alvitru kaþólsku kirkju. 

Að banna einum trúarhóp að mynda "hliðarsamfélög" er að banna trúfrelsi.  Þú getur ekki bæði haft frelsi og bann á einhverju.  Það má segja nákvæmlega það sama um hliðarsamfélög gyðinga.  Eða mormóna, aðventista, votta Jehóva, amish.  Allir trúarhópar mynda hliðarsamfélög, sem oft á tíðum eru í verulegri andstöðu við megin samfélagið. 

Þetta "hreinsunaræði", sem rennur stundum á þjóðfélög, hópa og einstaklinga er byggt á ímynduðum ótta og hefur aldrei endað vel.  Þessir einstaklingar ala á ótta, óánægju og hatri vegna eigin vanmáttar við að takast á við raunveruleikann.  Þeir vilja setja allt í sama form, búa til viljalaus verkfæri í eigin mynd.

Áróður íhaldskommanna er sterkur núna og veikburða einstaklingar hópast að til að geta tekið þátt í skítkastinu.  Það er ekki hægt annað en að vorkenna þessum greyjum, sem hafa ekki vit til að sjá hvað þeir eru að gera.  Fyrir þeim er hatur og niðurrif þjóðfélagsins fagnaðrefni.  Uppbygging og væntumþykja eru óþekkt hugtök hjá þeim.  Þeir skilja ekki og munu aldrei skilja kristið samfélag, sem þeir þó telja sig vera guðs útvöldu þegna í.  

Arnór Baldvinsson, 8.6.2018 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband