Katrín um hægri hlátur og vinstri grát

Ef stjórnmál væru leikrit vildu sjálfstæðismenn sjá gleðileik en vinstri grænir harmleik. Í hnotskurn; hægri hlátur og vinstri grátur. Á þessa leið greinir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna eðlismun stjórnmálamenningar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Nokkuð til í þessu hjá forsætisráðherra. Annað hitt, sem Katrín sagði þó ekki, er að stjórnmál eru að hluta leiksýning.

Í góðæri er meiri hlátur en grátur. Það hallar á vinstrimenn í leit að tragedíu. Hvað gera bændur þá? Jú, setja upp leiksýningu. Sviðið er alþingi og leikþátturinn heitir veiðileyfagjöld útgerðarinnar. Aukaleikarar eru Samfylkingarþingmenn og nýja vinstrið í Viðreisn.

Leikþátturinn vekur með vinstrimönnum grát og gnístran tanna, eins og til er ætlast. 

Sýningin fær frábæra aðsókn fjölmiðla og hreyfir við viðkvæmustu taugum áhorfenda, einkum til vinstri. Lokaatriðið er þegar Katrín afturkallar frumvarp um breytt veiðileyfagjöld. Tilfinningaflóðið, sem leikverkið vakti, náði tilgangi sínum og hreinsaði pólitískar sálir vinstrimanna.

Tjaldið fellur og þinglok eru handan við hornið. Enn er góðæri og hægrimenn fara hlæjandi inn í sumarið. Vinstrimenn eru snöktandi eftir sýninguna og líður giska vel enda spáð rigningarsumri. Allt er eins og það á að vera.


mbl.is Ánægð með stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband