Krónan staðfestir yfirburði sína

Með íslensku krónuna að vopni unnum við okkur hratt og örugglega úr bankakreppunni 2008. Írar og Grikkir sátu uppi með evru og lentu í áratug eymdar og volæðis - Grikkir eru enn fastir í volæðinu. Evran stendur fyrir járnbrautarslysi á Ítalíu, segir Nouriel Roubini, en hann sá fyrir kreppuna fyrir áratug.

Ísland, aftur á móti, með krónu og fullveldi skóp skilyrði fyrir samfelldu hagvaxtarskeiði, sem fær framlengingu um 3 ár enn, samkvæmt spám. Ofvöxtur í ferðaþjónustu og fasteignum fær mjúka lendingu næsta vetur. Eðlilegur hagvöxtur upp á tæp 3 prósent, verðbólgu haldið í skefjum og atvinnuleysi sömuleiðis er krónunni og skynsamlegri hagsstjórn að þakka.

Eina sem gæti klúðrað efnahagslegri velmegun krónu og fullveldis er pólitískt klúður annars vegar og hins vegar verðbólgusamningar á vinnumarkaði. 


mbl.is Minni hagvöxtur og meiri verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband