Assad er skásti kosturinn í Sýrlandi

Vesturlönd eru ábyrg fyrir dauða allt að 9600 óbreyttra borgara í Írak og Sýrlandi frá árinu 2014, segir í nýrri skýrslu. Í Írak og norðurhluta Sýrlands stríddu vestræn ríki, einkum Bandaríkin og Bretland, við Ríki íslams.

Í meginhluta Sýrland var Assad forseti og ríkisstjórn hans aðalóvinur vestrænna ríkja. Assad var útmálaður sem harðstjóri og ótækur þjóðarhöfðingi. En Assad, með stuðningi frá Rússum og Írönum, er um það bil að sigra uppreisnarhópa er nutu stuðnings vesturveldanna.

Í tímariti bandarískra íhaldsmanna, National Interest, er farið yfir stöðuna í Sýrlandi. Niðurstaðan er skýr og ótvíræð. Ef vesturveldin vilja í raun stöðva blóðsúthellingar í Sýrlandi verða þau að styðja Assad forseta. Hann er sá eini sem getur komið á friði í landinu.

Obama fráfarandi forseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra hans, Hillary Clinton, hófu herferðina gegn Assad. Sitjandi forseti, Trump, vill fyrir alla muni hverfa af vettvangi Sýrlandsstríðsins.


mbl.is Með full yfirráð yfir Damaskus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt sömu skýrslu bera Rússar, sem berjast fyrir hönd Assads, ábyrgð á dauða 7000 til 11000 óbreyttra borgara.

Wilhelm Emilsson, 23.5.2018 kl. 14:02

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll,

Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera okkur, þá vantar núna bara góða lygaátyllu (e. fake pretext) í viðbót, svo að hægt sé að rústa og eyðileggja Íran líka fyrir "Stærra Ísrael" ("Great Israel"). Í þessu sambandi er núna reynt að klína öllum mögulegum ásökunum og lygum á Íran, því að Íran er greinilega næst á dagskrá skv. palninu er hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.

Related image

Image result for wesley clark map

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 23.5.2018 kl. 15:24

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að sögn hafa bandaríkjamenn og bretar barist gegn "ríki islams".  En það er nú ekki sannleikur málsins.

https://stgvisie.home.xs4all.nl/VISIE/du-diagnosis.html

Talið er að um 25þ bandarískir hermenn hafa dáið vegna notkun eiturefna bandaríkjahers.  yfir hundrað þúsund eru sjúkir.

Þess vegna notaðist Bandaríkjaher, Bretar og Ísrael við Al Qaida og ISIS til að framkvæma sín glæpaverk.  Osama bin Ladin var ekki ásakaður fyrir 9/11 vegna þess að hann framkvæmdi verknaðinn, heldur vegna þess að hann neitaði að nota her sinn til að hjálpa vesturlöndum.

Haldið þið virkilga, að bandaríkin, bretar og frakkar séu að sprengja "tómar" byggingar? Sláið upp "highway of death", þessi staður er enn þann dag í dag "radioactive".  Sláið upp "children of fallujah" og horfið með eigin augum afleiðingar notkunar bandaríkjamanna á "radioactive" efnum í Írak.

EKKERT af þessu, nær vestrænum dagblöðum ... sem ætti að segja ykkur, hversu grimmilega spilltir Evrópa og Bandaríkin eru.  Bara "Highway of Death" og "Children of Fallujah" eru glæpur gegn mankyninu.  Ekkert sem er borið fram sem ásökun, einu sinni.  Sláið einnig upp "impodense in iraq as result of us use of du".

Þeir sem eru "kristnir" hér, vita vel að þetta mun draga dilk á eftir ... stóran og feitan. Og jafnvel við hinir, sem hafa látið af að trúa á jólasveinin ... gerum okkur einnig vel grein fyrir því, að þetta dregur feitan dilk á eftir sér.

Örn Einar Hansen, 23.5.2018 kl. 19:04

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Bjarne Örn,

Þetta hefur allt saman verið eftir uppskrift hjá þeim, en hvað varðar Sýrland, þá er það núna "Sorry Washington, the lies dont work".


Image result for false flag Syria, libya, iraq
Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 23.5.2018 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband