Miðvikudagur, 23. maí 2018
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í meirihluta
Ef 8 framboð fá fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur er fátt um fína drætti við myndun trausts meirihluta - nema tvö stærstu framboðin, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, ákveði að vinna saman.
Samfylkingin þarf á því að halda að skera sig úr smáflokkakraðakinu á vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkur væri sáttur með þá stöðu að vinna með einum vinstriflokki í borginni og öðrum í ríkisstjórn.
Óvænt niðurstaða í kosningunum á laugardag gæti leitt til enn óvæntari meirihluta.
Fulltrúar 8 framboða ná kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já,sannarlega getur niðurstaðan á laugardag orðið enn óvæntari! En skyndilega er Íslenska þjóðfylkingin búin að hækka sig áttfalt frá tveimur 0,1% könnunum upp í 0,8% fylgi og þarf nú bara að þrefalda það til að ná inn einum Guðmundi Þorleifssyni :) Samt eru enn í þessari könnun 56% sem upplýsa ekki um afstöðu sína! Við í ÍÞ eigum þar meira inni, og áhrifin af frábæru viðtali við Jens G. Jensson á Útv. Sögu í gær eiga eftir að skila sèr, sem og framgangan næstu kvöld í sjónvarpi og getur fylkt mönnum um þennan ferska flokk sem skortir ekki djörfungina og viljann til að vinna þjóðinni vel.
Jón Valur Jensson, 23.5.2018 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.