Trú, konur og dauðarefsing

Ungar stúlkur frá vesturlöndum, t.d. Englandi og Frakklandi, fluttu í hundraðavís til Ríkis íslams meðan það var og hét í Sýrlandi og Írak. Trúarsannfæring rak konurnar í faðm stríðsmanna íslams og gjarnan áttu þær með þeim börn. Dómstólar í Írak dæma þessar konur til dauða, segir í Guardian.

Vestræn ríki virðast þvo hendur sínar af stúlkunum og láta íranska dómskerfið um þær.

Málsmeðferðin vekur upp siðferðilegar, trúarlegar og réttarfarslegar spurningar. Almennt gildir trúfrelsi á vesturlöndum og enginn er sekur um glæp sem hann ekki hefur framið.

Líkleg ástæða fyrir athöfnum stúlknanna er trúarsannfæring í bland við rómantík. Ef það er tilfellið að vesturlönd almennt og yfirleitt telja dauðsök að fólk eigi saman að sælda við einstaklinga í yfirlýstum hryðjuverkasamtökum eru viðurkenndar réttarfarsreglur orðnar nokkuð aðrar en þeir voru fyrir fáum árum. Og það án ýkja mikillar umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er það ekki almenn réttarfarsleg regla að sá sem fremur glæp í landi þurfi að sæta þeim reglum sem þar gilda, þótt þeir séu útlendingar? Hvað telst glæpur er skilgreiningaratriði, eins og við vitum.

Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 23:30

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hafa "viðurkenndar" réttarfarsreglur vesturlanda einhvern tímann átt samleið með múslimsku réttarfari, nema þá helst fyrir einhverjum árhundruðum?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.5.2018 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband