Laugardagur, 19. maí 2018
Brúðkaup, sagan og samfélagið
Fyrr á tíð var stofnað til konunglegra brúðkaupa í þágu valdahagsmuna. Konungshjónum var ætlað að tryggja ríkiserfðirnar og treysta pólitískt vald. Stundum gat þetta orðið flókið, samanber Hinrik 8. sem vann sig í gegnum sex eiginkonur og klauf kirkjuna til að verja konungdóminn.
Á 19. öld er breska konungsveldið takmarkað við að gefa lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum ráðgjöf. Konungdæmið breska verður sameiningartákn, fyrst heimsveldisins en síðar bresku þjóðarinnar - og samveldisins í minna mæli.
Konunglegt brúðkaup er helgiathöfn í þágu samfélagsins. Lýðveldissinnar í Bretlandi kaupa skoðanakannanir til að sýna fram á minni vinsældir konungdómsins. Enginn pólitískur valkostur er þó við konungdæmið, sem mun lifa svo lengi sem Bretar eru um það bil sáttir við ríkjandi samfélagsskipun.
Þau eru gift! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru einhverjir breskir alþingismenn sem að vilja leggja konungsdæmið niður?
Jón Þórhallsson, 19.5.2018 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.