Fimmtudagur, 17. maí 2018
Verkafólk þarf ekki að selja sig
Ef við, verkafólk, eigum að sætta okkur við að þurfa að selja aðgang að vinnuaflinu okkar til þess að mega lifa, þá er það augljóslega grundvallarkrafa að við fáum nógu mikið í laun til þess að við getum átt ánægjulegt og gott líf.
Ofanritað er upphaf greinar frambjóðanda Sósíalistaflokksins og formanns Eflingar, Sólveigar Önnu Jónsdóttur.
En verkafólk þarf ekki að selja sig til að eiga ofan í sig og á. Það er hægt stofna fyrirtæki. Og ef fyrsta fyrirtækið fer á hausinn þá má stofna nýtt, svo koll af kolli.
Formaður Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, lék þennan leik allan sinn starfsferil. Eða þangað til hann stofnaði Sósíalistaflokkinn.
Sólveig Anna, ekki horfa langt yfir skammt. Slagorðið er ekki lengur ,,öreigar allra landa sameinist" heldur: öreigar, horfið til formannsins og stofnið fyrirtæki.
Athugasemdir
Góður, Páll!
Ragnhildur Kolka, 17.5.2018 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.