Fimmtudagur, 17. maí 2018
Fjármagna þingflokkar Stundina og Kjarnan?
Þingflokkar fá tugi milljóna króna á ári til að kaupa sérfræðiþjónustu. Þetta er opinbert fé sem þingflokkarnir þurfa ekki að gera grein fyrir hvernig þeir nota.
Það skýtur skökku við að á meðan ferðagreiðslur einstakra þingmanna eru greindar niður í einstakar ferðir skuli sérfræðikostnaður þingflokka ekki vera gegnsærri en raun ber vitni.
Fjölmiðlar eins og Kjarninn og Stundin lifa á styrkjum sem ekki eru gefnir upp. Það skyldi þó ekki vera að fjármagn frá þingflokkum vinstrimanna sé notað til að kaupa almannatengslaþjónustu frá Stundinni og Kjarnanum?
Athugasemdir
Það er gersamlega óásættanlegt að skattgreiðendur skuli látnir greiða fyrir rekstur stjórnmálaflokka, hverra pólitísku skoðanir þeir eru fullkomlega ósammála, og að þetta skuli svo vera kallað lýðræði. Að þessu fé skuli svo útdeilt án þess að um það gildi nokkrar bókhaldsreglur er í raun siðlaust.
Ragnhildur Kolka, 17.5.2018 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.