Miđvikudagur, 16. maí 2018
Pútín brúarsmiđur, vesturlönd klofin
Rússar tengja Krímskaga viđ heimalandiđ međ nýrri brú. Vesturlönd neita ađ viđurkenna eignarnám Rússa á skaganum sem löngum var rússneskur en Úkraína fékk gefins á tíma Sovétríkjanna.
Rússar lögđu hald á Krím ţegar Bandaríkin og Evrópusambandiđ reyndu ađ fćra Úkraínu undir áhrifasvćđi sitt. Úkraína er klofiđ land. Stjórnin í Kiev, studd og fjármögnuđ af vesturlöndum rćđur vesturhluta landsins, en uppreisnarmenn á bandi Moskvu austurhlutanum.
Pútín Rússlandsforseti er međ tögl og hagldir í Úkraínu af tveim ástćđum. Í fyrsta lagi er landiđ í bakgarđi Rússlands međ stóran rússneskan minnihluta. Tćpur ţriđjungur landsmanna er međ rússnesku sem móđurmál. Í öđru lagi eru Bandaríkin og Evrópusambandiđ ekki samstíga í vestrćnni útţenslustefnu ţegar á móti blćs. Vestrćn ríki höfđu afl til ađ innlima Úkraínu en heyktust á ţví ţegar Rússar spyrntu viđ fótum.
Vestrćn samstađa er iđulega meira á yfirborđinu en í reynd. Ţađ sést enn betur í málefnum Íran. Trump forseti afturkallar stuđning viđ samkomulag um kjarnorkumál Írans og setur um leiđ stórfellda viđskiptahagsmuni Vestur-Evrópu í uppnám.
Brú á milli Rússlands og Krímskaga opnuđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Vesturlönd hafa frelsi ađ leiđarljósi og ţađ ţýđir frelsi til ađ vera ósammála. Pútín er gamaldags harđstjóri og Rússar eiga betra skiliđ.
Wilhelm Emilsson, 16.5.2018 kl. 10:15
Sćll Páll
Allt er ţetta nú rangt eđa snúiđ út úr stađreyndum. Ţú veist betur ađ ég tel. Ađ Rússar tengi Krímskaga viđ Rússland međ nýrri brú er rétt; viđ heimalandiđ rangt. Krímskagi heyrđi undir zarinn um fremur skamma hríđ. Skaginn var aldrei rússneskur. Úkraína fékk hann heldur ekki gefinn á tíma Sovétríkjanna.
Ţađ kann ađ vera ađ stór minnihluti eigi rússnesku sem móđurmál. Nánar tiltekiđ eru ţađ rússneskumćlandi Úkraínumenn og afkomendur fólks sem flutti ţangađ eftir hungursneyđina miklu. Pútin höfđar ekkert til rússneskumćlandi Úkraínumanna.
Ţađ er góđur siđur ađ rökrćđa á grundvelli stađreynda, en ekki eins og hver annar vinstrimađur.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 16.5.2018 kl. 12:45
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.