Miðvikudagur, 16. maí 2018
Pútín brúarsmiður, vesturlönd klofin
Rússar tengja Krímskaga við heimalandið með nýrri brú. Vesturlönd neita að viðurkenna eignarnám Rússa á skaganum sem löngum var rússneskur en Úkraína fékk gefins á tíma Sovétríkjanna.
Rússar lögðu hald á Krím þegar Bandaríkin og Evrópusambandið reyndu að færa Úkraínu undir áhrifasvæði sitt. Úkraína er klofið land. Stjórnin í Kiev, studd og fjármögnuð af vesturlöndum ræður vesturhluta landsins, en uppreisnarmenn á bandi Moskvu austurhlutanum.
Pútín Rússlandsforseti er með tögl og hagldir í Úkraínu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi er landið í bakgarði Rússlands með stóran rússneskan minnihluta. Tæpur þriðjungur landsmanna er með rússnesku sem móðurmál. Í öðru lagi eru Bandaríkin og Evrópusambandið ekki samstíga í vestrænni útþenslustefnu þegar á móti blæs. Vestræn ríki höfðu afl til að innlima Úkraínu en heyktust á því þegar Rússar spyrntu við fótum.
Vestræn samstaða er iðulega meira á yfirborðinu en í reynd. Það sést enn betur í málefnum Íran. Trump forseti afturkallar stuðning við samkomulag um kjarnorkumál Írans og setur um leið stórfellda viðskiptahagsmuni Vestur-Evrópu í uppnám.
Brú á milli Rússlands og Krímskaga opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vesturlönd hafa frelsi að leiðarljósi og það þýðir frelsi til að vera ósammála. Pútín er gamaldags harðstjóri og Rússar eiga betra skilið.
Wilhelm Emilsson, 16.5.2018 kl. 10:15
Sæll Páll
Allt er þetta nú rangt eða snúið út úr staðreyndum. Þú veist betur að ég tel. Að Rússar tengi Krímskaga við Rússland með nýrri brú er rétt; við heimalandið rangt. Krímskagi heyrði undir zarinn um fremur skamma hríð. Skaginn var aldrei rússneskur. Úkraína fékk hann heldur ekki gefinn á tíma Sovétríkjanna.
Það kann að vera að stór minnihluti eigi rússnesku sem móðurmál. Nánar tiltekið eru það rússneskumælandi Úkraínumenn og afkomendur fólks sem flutti þangað eftir hungursneyðina miklu. Pútin höfðar ekkert til rússneskumælandi Úkraínumanna.
Það er góður siður að rökræða á grundvelli staðreynda, en ekki eins og hver annar vinstrimaður.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 16.5.2018 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.