Mánudagur, 7. maí 2018
Marx í Brussel
Við getum lært af Marx, sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, á 200 ára afmæli Karls Marx.
Allar tilraunir til að framkvæma marxisma í 100 ár, frá rússnesku byltingunni að telja, hafa endað i kúgun og blóðbaði
Þjóðfélagsmarxismi felur í sér nauðhyggju. Endalok samfélagsþróunar eru þegar öreigarnir yfirtaka opinbert vald. Embættismenn (les: valdhafar í Brussel) fara með þau völd í þágu almúgans.
En hvorki embættismenn í Moskvu á tímum Sovétríkjanna né starfsbræður þeirra í Brussel á tíma Evrópusambandsins eru þess megnugir að stýra lífi fólks og samfélaga með mannsbrag. Marxismi slítur í sundur tengsl valdhafa við umbjóðendur sína. Valdið sækir ekki réttlætingu til fólksins heldur veraldlegra trúarbragða. Og það endar alltaf illa.
Athugasemdir
Þrátt fyrir lögbundna skólagöngu og jafnvel þrátt fyrir Google er manninum fyrirmunað að læra af sögunni. Alltaf rísa nýjar kynslóðir sem þurfa að finna upp hjólið.
Ragnhildur Kolka, 7.5.2018 kl. 09:11
"Þrátt fyrir lögbundna skólagöngu og jafnvel þrátt fyrir Google er manninum fyrirmunað að læra af sögunni"
Ég held að lögbundin skólaganga hafi stækkað vandan því það stækkar hjörðina sem hleypur á eftir lélegum spámönunum. Spámennirnir verða þá illa launaðir bitrir kennarar með litla sjálfsvirðingu, skólar á íslandi eru fullir af þeim.
Frjálsir fjölmiðlar og seinna internetið (Google) er það sem vinnur gegn þessum hættulegu öflum.
Guðmundur Jónsson, 7.5.2018 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.