Sunnudagur, 6. maí 2018
Seltjarnarnes: óánæjudraugar í draumabæ
Óánægðir á Seltjarnarnesi bjóða fram sérlista með þeim rökum að bæjarsjóður sé illa rekinn. Viðskiptablaðið gerði samanburð á rekstri sveitarfélaga. Þar segir:
Af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er staðan langbest í Seltjarnarnesbæ. Bærinn skuldaði 1,8 milljarða króna um síðustu áramót, eða um 400 þúsund krónur á hvern íbúa, og skuldviðmiðið stóð í 10%.
Næstbest var staðan í Garðabæ, sem skuldaði 11 milljarða eða ríflega 700 þúsund á hvern íbúa. Skuldaviðmiðið í Garðabær var 63% um áramótin síðustu. Í Mosfellsbæ var skuldaviðmiðið 108%. Bærinn skuldaði 11,2 milljarða króna, sem er rúmlega 1,1 milljón á hvern íbúa. Eins og áður hefur komið fram var skuldaviðmiðið í Hafnarfirði 148%. Hafnarfjarðarbær skuldaði 39,2 milljarða króna, sem jafngildir tæplega 1,4 milljónum á íbúa. Skuldaviðmiðið í Kópavogi var 146% um síðustu áramót. Bærinn skuldaði 44 milljarða króna eða ríflega 1,2 milljónir króna á hvern íbúa.
,,Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið", segir Vísbending eftir ítarlegan samanburð á sveitarfélögum.
Sumu fólki er aldrei hægt að gera til hæfis. Það er alltaf óánægt. Til skamms tíma sérhæfðu vinstriflokkarnir sig í óánægjunni og þótti ekki góð pólitík. En nú eru það sem sagt hægrimenn í draumasveitarfélaginu er kyrja óánægjusönginn. Svo bregðast krosstré sem önnur.
Vilja ekki krútt og kruðerístefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er allt annað sem býr undir!
Vestmannaeyjar klofna – Seltjarnarnes klofnar – Viðreisn er bara klofningur úr Sjálfstæðisflokknum.
Áherslur eru þær sömu – en þrásetan klýfur Flokkinn – Forustan hangir við völd og nú er sama þróun og var hjá Samfylkingu – Gamla settið sat of lengi!
Bjarni Ben nær ekki að halda flokknum saman – Þessi klofningur er í hans formennskutíð!
Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist að fjölga atkvæðum á Landsvísu og nú hefst sama þróun í Sveitastjórnarkosningum – Engin endurnýjun og eina færa leiðin er að bjóða fram til hliðar við Flokkinn með sömu stefnumál - en með nýju fólki
Jón Snæbjörnsson, 6.5.2018 kl. 20:48
Ég held ekki að vandræði Sjálfstæðisflokksins á landsvísu séu skýringin. Aftur er almenn óánægjumenning á landsvísu sem menn falla fyrir hægri vinstri. Þessi óánægjumenning daðrar við stjórnleysi og sjálftökuhugsun; ef mér finnst eitthvað á það að gilda fyrir alla.
Þessi atriði,sem óánægjuframboðið á Seltjarnarnesi nefnir, ættu erindi á flokksfund Sjálfstæðisflokksins en ekki sem undirstaða fyrir framboðslista.
Páll Vilhjálmsson, 6.5.2018 kl. 21:31
Enda er þessi ágreiningur um stefnu – sem allir eru kanski sammála um að sé Grundvallar stefna Sjálfstæðisflokks – bara átilla , eða gremja, yfir hvað yfirstjórnin er trénuð og stöðnuð og lítið hlustað á grasrótina!
Þegar yfirstjórnin er duglítil nema kanski fyrir sjálft sig – eru fáir heillaðir að fylgja forystunni!
Jón Snæbjörnsson, 6.5.2018 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.