Sunnudagur, 6. maí 2018
Norrænir kratar bregðast Loga - loka á flóttamenn
Formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, fordæmdi danska sósíaldemókrata fyrir að loka á aðstreymi flóttamanna til Danmerkur. Nú höggva sænskir kratar í sama knérunn, vilja skera niður viðtöku flóttamanna um helming.
Aumingja Logi verður einn krata um það á Norðurlöndum að vilja hleypa flóttamönnum óhindrað í velferðarkerfið. Viðtaka flóttamanna kostar sex til sjö milljarða á ári. Logi vill setja meira í hítina.
Kratismi Loga er séríslenskur.
Svíþjóðardemókratar bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona eftir að hafa lesið þetta ert þú nú heldur að ýkja þessa frétt. það er verið að tala um að í stað þess að taka við allt að 30 þúsund á ári þá ráði Svíþjóða sennilega ekki við lengur að taka við nema um 15 þúsund. Það væri svona hlutfallslega svipað og við tækjum við um 550 manns á ári þ.e. sem fengju dvalrleyfi en við tökum við innan við 200 öðrum er að lokum vísað frá landinu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2018 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.