Reykjavík: minna lýðræði, tapaður félagsauður

Sextán framboð til borgarstjórnar er merki um minna lýðræði og tapaðan félagsauð. Lýðræði þarf samheldni, sem m.a. birtist í félagsauði. Fleiri framboð sýna minni samheldni enda væru framboðin ekki svona mörg ef fólk gæti unnið saman.

Einsmálsframboð og kynjaflokkar eru hvorttveggja vitnisburður um flótta frá samvinnu og samfélagshugsun yfir í smásálarpólitík sértrúarsafnaða.

Allsnægtirnar bjóða þessari hættu heim. Allur þorri fólks hefur það svo fjandi gott að það hefur tíma til að sporta sig óánægt með tittlingaskít. Ljósmæður bugast vegna þess að það er ekki nógu breitt launabil á milli þeirra og hjúkrunarfræðinga; grunnskólakennarar eru í öngum sínum yfir því að vinna fullan vinnudag; fólk vælir ef það fær ekki góða íbúð í miðborginni fyrir 150 þúsund kall á mánuði; femínistar eru miður sín að karlar skuli enn sjást í stjórnendastöðum.

Ímynduð vonsku heimsins kallar fólk til framboðs að berjast við vindmyllur. 

 


mbl.is Margir flokkar sækja á sömu mið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband