Kennsla: starf eða tómstundaiðja?

Nýkjörinn formaður félagsgrunnskólakennara, FG, mætti í Kastljós og sagði kennara vilja vera meira heima - vinna minna. Vegna lengri frítíma við stórhátíðir og á sumrin ættu kennarar að vinna tæplega 9 klst á dag. 

En grunnskólakennarar vilja 5-6 klst. vinnudag en samt fá borgað eins og um fullveðja starf sé að ræða. 

Tilfellið er að grunnskólakennarar eru ýmist varavinnuafl heimilanna, oftast konur, eða að þeir líti á fulla kennslu sem hlutastarf og vinni jafnframt önnur launuð störf.

Grunnskólakennarar verða að gera upp við sig í hvorn fótinn þeir ætla að stíga; líta á kennslu sem fullveðja starf þar sem saman fer viðvera á vinnustað og laun til samræmis eða hvort kennsla sé aukageta sem ágætt er að hafa með annarri vinnu eða eyða vænum hluta vinnudagsins heima hjá sér.


mbl.is Skora á borgaryfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þar sem meginmarkmið kennarafélagsins er að bæta menntun, eins og margoft hefur komið fram, hlýtur félagið að vera búið að komast að þeirri niðurstöðu að því minna sem kennarar vinna, því betri verði menntunin. Hvert er þá næsta skref?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2018 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband