ESB/EES eru skrítin fyrirbæri

Evrópusambandið, EES, er tilraun stærstu ríkja meginlands Evrópu, Frakklands og Þýskalands, að leysa sambúðarvanda sitt í kjölfar tveggja heimsstyrjalda. Smáþjóðirnar í kring taka þátt í tilrauninni af illri nauðsyn. 

Eftir því sem fjær dregur kjarnaríkjunum verður samstarfið hnökróttara. Danmörk og Svíþjóð taka ekki upp evru og Austur-Evrópa neitar að hlýða boðvaldi Brussel, t.d. um viðtöku flóttamanna. Bretland gekk úr ESB vegna afskipta af innanríkismálum eyþjóðarinnar.

EES-samningurinn, sem Ísland á aðild að, var saminn fyrir þjóðir á leið inn í sambandið. Hann er skrítinn á sama hátt og ESB sjálft; lög og regluverk eru sett af embættismönnum í Brussel sem hvorki hafa lýðræðislegt umboð né þekkingu á staðbundnum aðstæðum.

Við eigum að losa okkur úr EES hið fyrsta.


mbl.is Gert að taka upp „skrítna“ löggjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll. Alveg sammál þér þótt fyrr hefði verið. Notum lagið meðan sitjandi bandaríski sendiherra er okkur hliðholl. Úr Evrópu og virðum núþegar bandalag okkar við USA og jafnvel ræktum það meira. Territory með sjálfstjórn er það sem íslendingar ættu að stefna að.

Valdimar Samúelsson, 3.5.2018 kl. 15:34

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég legg til að þú Páll lokir þínum vettvangi hið snarasta. Enda ertu hvorki sannsögl á um Evrópusambandið eða nokkurn annan hlut sem þú skrifar um.

Hið rétta er að frétt Morgunblaðsins er tóm þvæla og skrifuð af vitleysingi. Öll aðildarríki Evrópusambandsins koma að setningu og ákvörðun laga innann Evrópusambandsins. Hvort sem að ríkið er smáríki (Malta) eða stórríki (Þýskaland), það geta öll ríki haft sína skoðun og ákvörðun þegar lög eru sett innan Evrópusambandsins. Íslendingar hafa ekkert um neitt að segja enda ekki aðildarríki að Evrópusambandinu.

Þeir sem neita að hlýða Evrópusambandinu í ákvörðun sem eru teknar sameiginlega eru fasistaflokkanir í Ungverjalandi og Póllandi. Það kemur mér ekki á óvart að Páll skuli taka undir þeim fasistum. Enda er sjálfstæðisflokkurinn voðalega hrifinn af slíkum brjálæðingum (og síðan kennir sjálfstæðisflokkurinn sig við frelsi, þetta á ekkert skylt við það).

Það má einnig nefna að sjálfstæðisflokkurinn sem segist styðja viðskiptafrelsi er rosalega mikið á móti Evrópusambandinu sem mundi þó tryggja íslendingum eitt mesta viðskiptafrelsi innan Evrópu við inngöngu í Evrópusambandið. Faistagangurinn í sjálfstæðisflokknum vill hinsvegar ekkert svoleiðis og vill frekar eingangra Ísland og lækka landsframleiðsluna þannig að allir íslendingar geti nú örugglega drepist í eitt skipti fyrir öll úr fátækt og eymd. Nema auðvitað bestu vinir sjálfstæðisflokksins sem fá allt saman afhent í gengum spillingu og græðgi.

Ef Íslendingar fara úr EES þa´tapa íslendingar fjórfrelsinu og þurfa þá að sækja um vegabréfaheimildir og atvinnuleyfi ef þeir vilja flytja til annara ríkja Evrópu. Slíkt mundi einnig valda uppnámi í norðurlandasamingum þar sem þeir í dag hvíla á EES og ESB aðild norrænu þjóðanna.

Síðan mundi uppsögn EES samningins valda efnahagskreppu á Íslandi sem mundi láta efnahagskreppuna árið 2008 líta út eins og smávandamál í samanburðinum.

Jón Frímann Jónsson, 4.5.2018 kl. 00:09

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Frímann. Ég hélt að það væru ekki til svona ..dumb.. menn eins og þú lengur. Þú segir.:

Öll aðildarríki Evrópusambandsins koma að setningu og ákvörðun laga innann Evrópusambandsins. 

Við erum ekki í þessu sambandi hvernig getur ríkjasamband eins og ESB sett svona lög á okkur. Eru lögin þeirra skrifuð fyrir önnur ríki? eða bara allan heiminn.?

Hverjir eru þessir þeir sem neita að hlíða ESB ÉG spyr aftur. Hefir einhvað ríki eða ríkjasamband leifi til þess að demba lögum á gestaríki. Ekkert ríki hefir það leifi en ESB tekur sér það sjálft og setur á aðra s.s. okkur og höfðar svo mál ef við hlýðum ekki. 

Þeir sem neita að hlýða Evrópusambandinu í ákvörðun sem eru teknar sameiginlega.

Verslunarsambönd byggjast ekki á svona lagabálkum lengur og þú veist að vörur okkar eru mest eða allar seldar til annarra landa með viðkomu í ESB.

Valdimar Samúelsson, 4.5.2018 kl. 09:26

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar Samúelsson, Ísland er ekki aðildarríki að Evrópusambandinu og hefur því engan ákvörðunarrétt á lög Evrópusambandsins. Vegna þess að EES samingurinn (sama gildir um alla tvíhliða samninga, ekki fríverslunarsamninga) veitir aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þá er krafan sú að íslendingar taki upp lög Evrópusambandsins. Þetta er gert til þess að tryggja að sömu lög gildi á Íslandi og í Evrópusambandinu innan þeirra málaflokka sem EES samningurinn nær til.

Ef íslendingar vilja breyta áhrifaleysi sínu þá verður Ísland að ganga í Evrópusambandið.

Jón Frímann Jónsson, 4.5.2018 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband