Fimmtudagur, 3. maí 2018
Gunnar Smári og skæruliðarnir
Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar er á bakvið hótanir formanns VR um að lama samfélagið með skæruverkföllum. Á framboðslista Sósíalistaflokksins, sjá viðtengda frétt, eru róttæklingar úr Eflingu og VR sem tala fyrir byltingu.
Annar áberandi hópur á framboðslista Sósíalistaflokksins er öryrkjar, en þeim hefur fjölgað nokkuð í góðærinu.
Formaður Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári, er sjálfur ekki í framboði. Á seinni árum lætur Smáranum betur að starfa á bakvið tjöldin. Á ferilsskrá hans eru fleiri gjaldþrota blaðaútgáfur en nokkur Íslendingur, lífs eða liðinn, getur stært sig af, síðast Fréttatíminn. Gunnar Smári var handlangari auðmannsins Jóns Ásgeirs, gekk í samtök múslíma til að boða fagnaðarerindi spámannsins, síðar stofnaði hann Fylkisflokkinn til að gera Ísland að fylki í Noregi.
En núna er það sem sagt sósíalismi og bylting góðærisöryrkja með skæruhernaði. Sagan endurtekur sig, sagði Karl Marx, fyrst í harmleik síðan sem farsi.
Sanna leiðir Sósíalistaflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.