Þingmenn grafa undan réttarríkinu

Embættismaður með farsælan feril í áratugi berst fyrir mannorði sínu eftir að þingmenn Pírata gera atlögu að æru hans í samvinnu við götuútgáfu á netinu, Stundina.

Þegar þingmenn taka upp á því að grafa undan þeirri meginreglu réttarríkisins, að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð, er fokið í flest skjól.

Píratinn Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar alþingis, á að segja af sér þingmennsku. Hún er meginhöfundur opinberrar atlögu að saklausum manni.


mbl.is Treystir reglum réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Píratar eru óþingtækir með öllu.

Það á enginn stjórnmálamaður að eiga samskipti við þá.

Þá ber að einangra og virða ekki viðlits við öll tækifæri.

Ekki svara þeim á Alþingi að hverju sem þeir spyrja.

Ekki kjósa þá til eins eða neins.

Þeir hafa sannað sig að því að vera ómerkingar upp til hópa sem enginn á að veita athygli.

Ekkert blað né fjölmiðill á að birta neitt sem frá þeim kemur.

Mín vegna mega þeir skrifa í Stundina það sem þeir vilja því ég ætla ekki að lesa það.

Halldór Jónsson, 2.5.2018 kl. 18:14

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eitt mesta óþverrabragð þingnefndar Alþingis. Svo kvarta þingmenn yfir skorti á trausti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.5.2018 kl. 21:09

3 Smámynd: Valur Arnarson

Halldóra Mogesen sver sig við Pírata-pestina - yfirgnæfir sviðið. Þegar hlustað er á varformann nefndarinnar, Ólaf Þór Gunnarsson, þá kveður við allt annað hljóð - og hófstilltara.

Það fer of mikill tími af þinginu í að kenna Pírötum á Stjórnsýsluna.

Valur Arnarson, 3.5.2018 kl. 01:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ólafur Þór er menntuð og kúltítveruð manneskja, 180 gráður frá Pírötum.

Mér svíður hvernig vegið er að Braga sem er vandaður maður í hvívetna og á langan og vammlausan feril að baki.Það er eins og þessu lið sé það efst í huga að meiða, skemma og rógbera allt sem það getur. Kvikinskan er þess æðsta hugsjón bara af því að það hatast við allt og alla nema sjálft sig. Það er í pólitík til að grabba fyrir sjálft sig, ekki til að bæta neitt eða laga.Í mínum augum bara pakk. 

Halldór Jónsson, 3.5.2018 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband