Föstudagur, 27. apríl 2018
Smáflokkar og stórar hugsjónir
Flokkar verða stórir þegar þeir finna pólitíska samnefnara meðal fólks. Smáflokkar boða byltingarhugsjón byggð á trú, stétt eða kyni.
Aðeins við afbrigðilegar aðstæður ná byltingarflokkar árangri. Píratar urðu flokkur hinna óspilltu í nokkur misseri, þegar tókst að selja fólki hugmyndina um ónýta Ísland. Einfeldningslegar lausnir - ný stjórnarskrá - skiluðu Pírötum fylgi í könnunum en ekki kosningum.
Smáflokkar með stórar hugsjónir eru mælikvarði á vinsældir jaðarhugmynda í pólitík. Hvað Framsóknarflokkurinn er að gera hópi smáflokka í höfuðborginni er svo önnur pæling.
Meirihlutinn heldur naumlega velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.