Þrjú smáríki standa ekki undir EES

Evrópusambandið er með tvíhliða samning við Sviss og vinnur að samningi við Bretland. Þá er ESB með samninga við Tyrkland. En flóknasti samningurinn er við þrjú smáríki, Ísland, Noreg og Liechtenstein, - EES-samningurinn.

ESB er ekki kappsmál að halda í EES sem upphaflega var gerður fyrir ríki á leið inn i sambandið. Þvert á móti sýnir ESB málefninu lítinn skilning, fer fram með ítrustu kröfur um aðlögun og teygir samninginn yfir á ný svið, núna síðast orkumál.

Það er eins og  Evrópusambandið sé að reyna á þolmörk Íslendinga og Norðmanna. I Osló hittir ESB fyrir ríkisstjórn og embættismenn sem eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild þótt norska þjóðin sé andvíg. Það kemur í hlut íslensku ríkisstjórnarinnar að leiða EES-samninginn til rökréttrar niðurstöðu: sem er að segja samningnum upp.


mbl.is Álíta sjálfstæðið vera vesen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll, Akkúrat rétt.

Valdimar Samúelsson, 24.4.2018 kl. 11:31

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Uppsögn yrði mikið vatna á myllu ESB sinna á Íslandi. Sambandið myndi nota Ísland í sýnikennslu um hvað hendir þá sem ibba gogg.

Að hæfilegum tíma liðnum gætu  ESB sinnar sagt: "Þarna sjáið þið. Markaðirnir í Evrópu lokaðir, enginn aðgangur að evrópskum háskólum", o.s.frv. Stóraukinn stuðningur við inngöngu í ESB og síðan innganga yrði óhjákvæmileg niðurstaða. Er ESB með trójuhesta meðal andstæðinga inngöngu í ESB? Eða bara dómgreindarskortur sem hrjáir?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 24.4.2018 kl. 13:36

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held Einar að ESB sé með okkur í greipum. Við verðum að losna undan þeim sem fyrst. 

Valdimar Samúelsson, 24.4.2018 kl. 14:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Uppsögn EES samningsins er bráðaðkallandi,hver veltir lengur fyrir sér viðbrögðum íslenskra ESB sinna.Er ekki mál til komið að fara að nýta okkar hæfustu menn í stöður sem vinna skipulega að því að losa okkur við tengingu við ESB. Ég ætla að leyfa mér að trúa á stelpurnar sem nánast klökknuðu yfir röngum atkvæðum sínum í Icesave "forðum"..  

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2018 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband