Laugardagur, 21. apríl 2018
Einbreiðir vegir í Reykjavík
Á Birkimel, spottanum á milli Hagatorgs og Hringbrautar, er verið að innleiða miðaldir í samgöngum. Þar sem áður var tvíbreiður vegur er vegna útskota orðinn að einbreiðum.
Raðir myndast af bílum í lausagangi til að komast inn á einbreiðu kaflana. Þessar manngerðu tafir á umferðinni sóa bæði orku og tíma. Ef ætlunin er að hægja á umferð er nærtækara að leggja hraðahindranir fremur en að gera götur einbreiðar.
Herferð vinstrimeirihlutans í borginni gegn fjölskyldubílnum virðast engin takmörk sett.
Athugasemdir
Kominn tími til að hefja mótmæli á staðnum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2018 kl. 07:47
Svolítið einkennileg framkvæmd, því íbúðablokkirnar við Birkimel hafa ekki innkeyrslur frá Birkimel. Hinum megin er svo aðeins bílastæði fyrir Þjóðarbókhlöðuna og Hótel Sögu. Sennilega hefst þó að skapa mengun fyrir íbúana vestan megin með því að halda þar bílalestum í hægagangi.
Kolbrún Hilmars, 21.4.2018 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.