Föstudagur, 20. apríl 2018
Vanmenntun karla er vandamál
Háskólapróf veitir aðgang að sérfræðistörfum, bæði á almenna vinnumarkaðnum og hjá hinu opinbera. Sérfræðingar verða millistjórnendur og úr þeim hópi koma forstjórar og æðstu yfirmenn fyrirtækja og stofnana.
Hlutfall kynjanna í háskólanámi er óðfluga að nálgast 70/30, þar sem sjö konur eru í háskólanámi á móti hverjum þrem körlum. Þetta er langtímaþróun. Konur urðu fleiri nýstúdentar en karlar í kringum 1980. Enginn fer í háskólanám án stúdentsprófs eða ígildi þess.
Það gefur auga leið að það er ekki hollt jafnrétti kynjanna að annað kynið verði ráðandi í háskólum. Það veit á verulega kynjaskekkju úti í þjóðfélaginu.
En umræða um vanmenntun karla er nánast engin. Hvað veldur?
Helmingur kvenna með háskólapróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti það verið vegna þess að karlar eru ekki "vanmenntaðir" þótt þeir fari í annað nám en hið akademíska?
Kolbrún Hilmars, 20.4.2018 kl. 13:45
Góður punktur, Kolbrún. Kannski er það hluti af skýringunni af færri körlum í háskólum að þeir eru duglegri að sækja sér annað nám, t.d. iðnám. Gott ef svo væri.
Páll Vilhjálmsson, 20.4.2018 kl. 13:58
Við vitum að fjölmargar fuggáfaðar-greindar konur eru ekki með háskólagráðu. Það þýðir að þegar helmingurinn af öllum konum er kominn með háskólagráðu, er ljóst að í hópnum eru konur sem skora langt undir meðal greind.
Hafa þessar heimsku kellingar eithvað að gera og í langskólanám ?
Guðmundur Jónsson, 20.4.2018 kl. 16:13
Óþarfi að tala svona um konur sem þó fara í nám, Guðmundur. En var það ekki stefnan eftir hrun að senda allar atvinnulausar konur í háskólanám? Með ýmsum fríðindum? Og án þess að nokkuð væri skoðað hvort þær myndu spjara sig betur á öðrum sviðum væru þær studdar til.
Kolbrún Hilmars, 20.4.2018 kl. 17:49
Já Kolbrún þetta er alveg rétt og byrjaði miklu fyrr en um hrun. það er í reynd bara pláss fyrir greindust 20% í stjórnunar og greiningarstörfum hinir þurfa að gera eitthvað annað. En það var ákveðið af heimskum kellingum og köllum að hægt væri gera heimskar kellingar og kalla nothæfa í eitthvað annað en að skúra gólf með því að lækka þröskuldinn í háskólanámi þangað til að allir gætu fengið sína gráðu, bæði heimskir kallar og heimskar kellingar.
Svo er staðan orðin þannig í atvinnulífinu að verkfræðingarnir sem mæta til að segja verkamönnum til á vinnustað eru oft með öllu ófærir um það, einfaldleg vegna þess að mannskapurinn sér að þeir eru kjánar og betra er að nota bara verkmann með góða meðalgreind (það er fullt af þeim) til að stýra verkinu.
En í opinbera geiranum virkar þetta þannig að heimskingjar með próf stjórna og þess vegna er menntkerfið á íslandi í þeirri dapurlegu stöðu að vera ónýt.
það þarf að kalla þetta sínum réttur nöfnum, einstaklingur sem er langt undir meðal greind, en með 5 háskólagráður er bara vitleysingur með 5 háskólagráður.
Guðmundur Jónsson, 20.4.2018 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.