Föstudagur, 20. apríl 2018
Konur múta körlum í hjúkrun
Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga borgar skólagjöld karla í hjúkrunarnámi. Stéttarfélagið er 98% kvenkyns. Markmiðið segir formaður félagsins er að hærra hlutfall karla í starfsstéttinni skili sér í betri launum.
Hjúkrunarfræðinemar, flestar konur, vekja athygli á siðferði mútugjafa til veikara kynsins og spyrja um jafnréttið.
Kynjað atvinnulíf verður til í frjálsu vali. Það þarf sterkari rök en launaumslagið þegar beita skal mútugjöfum til að ,,leiðrétta" kynjahalla í einhverri starfsgrein.
Vilja ekki borga skólagjöld karla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.