Þriðjudagur, 17. apríl 2018
RÚV hælbítur Sigmund Davíð enn og aftur
Stærsti stjórnmálamaður landsins á RÚV er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjölmiðillinn grípur hvert tækifæri til að framleiða neikvæðar fréttir um formann Miðflokksins.
Aðeins einn annar stjórnmálamaður í víðri veröld kemst í hálfkvist við þráhyggjuáráttu RÚV gagnvart Sigmundi Davíð. Það er Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Á meðan RÚV hagar sér svona er Sigmundur Davíð í ágætisfærum að verða valdamesti maður landsins á ný.
Kom ekki nálægt Veggnum.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú vægt til orða tekið að í fréttinni sé gefið í skyn að Sigmundur hafi greitt þetta. Það er einfaldlega sagt fullum fetum. RÚV þarf væntanlega að sýna fram á að þessi staðhæfing standist.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2018 kl. 19:29
Búinna að fara í gegnum allar fréttir á ruv.is um þetta mál. Og finn ekkert um að Sigmundur hafi borgað sérstaklega fyrir vegginn.is. Það er talað um að þessi Viðar hafi verið með þann vef líka auk hinna sem settir voru upp. Þ.e. "Íslandi allt" og "panamaskolinn" og fyrir það og annað var þessi Viðar að rukka framsókn um og Sigmundur borgaði1,1 milljón upp í. En um veggurinn.is og fleira er fjallað um svona:
Í dómnum kemur fram að Viðar setti upp síðurnar Panamaskjolin.is og Islandiallt.is fyrir Sigmund Davíð. Nöfn aðstandenda komu ekki fram á vefjunum. Þar sagði að þeim væri haldið úti af stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs. Fyrri vefurinn var hugsaður til varna vegna Panamaskjalanna og sá síðari til að sækja fram, að því er fram kemur í dómnum.
Í dómsmálinu var ekkert minnst á þriðja vefinn sem Forysta og Viðar eru í forsvari fyrir. Það er vefurinn Veggurinn.is. Hann var skráður sem fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd 6. apríl 2016, það var þremur dögum eftir að sérstakur aukaþáttur Kastljóss um Panamaskjölin var sendur út. Ristjórnarstefnunni er lýst með þessum orðum: „Miðlun á fréttum og dægurmálatengdu efni.“ Í dómnum kemur fram að Guðfinna hafði samband við Viðar í maí 2016, mánuði eftir að Veggurinn var skráður sem fjölmiðill.
Vefurinn hóf göngu sína síðla árs 2015 með margvíslegum fréttum og greinum. Síðar átti hann eftir að verða mjög hliðhollur Sigmundi Davíð með fréttum og greinum þar sem málstað hans var haldið á lofti eða andstæðingar hans gagnrýndir. Þetta var ekki síst áberandi fyrir síðustu þingkosningar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2018 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.