Þriðjudagur, 17. apríl 2018
Macron: borgarstríð í Evrópu
Borgarastríð geisar í Evrópu, segir forseti Frakklands, þar sem lýðræðissinnar takast á við valdhyggju í ýmsum útgáfum.
Lýðræðissinnar eru Vestur-Evrópa í orðaforða Macron forseta en valdhyggja tröllríður Austur-Evrópu.
Macron ásamt leiðtogum Bretlands og Bandaríkjanna, fyrirskipaði eldflaugaárás á Sýrland fyrir fáeinum dögum. Það var hrein og klár valdhyggja. Árásin var hvorki í umboði þjóðþinga né alþjóðastofnana. Jafnvel Nató gaf ekki grænt ljós fyrr en eftir að allt var um garð gengið.
Valdhyggjan leynist víða.
Árásin til að verja heiður alþjóðasamfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.