Sýrlenskt blóð smurning í íslenskar vinstrierjur

Um 400 þúsund eru taldir fallnir í stríðinu í Sýrlandi. Blóð þeirra föllnu smyr Nató-flokkurinn Samfylkingin á stjórnarflokkinn Vinstri græna til að þykjast hótinu betri.

Nató-ríkin, með Bandaríkin fremst í flokki, settu sér markmið að steypa Assad Sýrlandsforseta af stóli, líkt og áður Hussein í Írak og Gadaffi í Líbýu. Uppreisnarhópar og málaliðar, sáu um framkvæmdina en Nató-ríkin studdu með peningum og vopnum. Þegar Assad var kominn að fótum fram urðu Rússar bjargvættur og stríðsgæfan snerist forsetanum í lið.

Það má ræða og túlka Sýrlandsstríðið á ólíkum forsendum. Trúmál kom við sögu og einnig erfiðleikar arabískra samfélaga að aðlagast breyttum heimi eftir lok kalda stríðsins.

En aumkunarverðasta sjónarhornið er Samfylkingarinnar. Flokkurinn er genetískur Nató-dindill en kemst núna að þeirri niðurstöðu að ,,hernaðaríhlutun" sé af hinu illa. Er það orðið stefnumál Samfylkingar að Ísland gangi úr Nató?


mbl.is Hernaðaríhlutun engu skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar fólk hefur aðeins eina hugsjón (þráhyggju) þá er allt fellt undir hana. Krummafótur í hverju málinu á fætur öðru er afleiðing.

Eit í dag annað á morgun er mottó Samfylkingarinnar.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2018 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband