Þriðjudagur, 17. apríl 2018
Sýrlenskt blóð smurning í íslenskar vinstrierjur
Um 400 þúsund eru taldir fallnir í stríðinu í Sýrlandi. Blóð þeirra föllnu smyr Nató-flokkurinn Samfylkingin á stjórnarflokkinn Vinstri græna til að þykjast hótinu betri.
Nató-ríkin, með Bandaríkin fremst í flokki, settu sér markmið að steypa Assad Sýrlandsforseta af stóli, líkt og áður Hussein í Írak og Gadaffi í Líbýu. Uppreisnarhópar og málaliðar, sáu um framkvæmdina en Nató-ríkin studdu með peningum og vopnum. Þegar Assad var kominn að fótum fram urðu Rússar bjargvættur og stríðsgæfan snerist forsetanum í lið.
Það má ræða og túlka Sýrlandsstríðið á ólíkum forsendum. Trúmál kom við sögu og einnig erfiðleikar arabískra samfélaga að aðlagast breyttum heimi eftir lok kalda stríðsins.
En aumkunarverðasta sjónarhornið er Samfylkingarinnar. Flokkurinn er genetískur Nató-dindill en kemst núna að þeirri niðurstöðu að ,,hernaðaríhlutun" sé af hinu illa. Er það orðið stefnumál Samfylkingar að Ísland gangi úr Nató?
Hernaðaríhlutun engu skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar fólk hefur aðeins eina hugsjón (þráhyggju) þá er allt fellt undir hana. Krummafótur í hverju málinu á fætur öðru er afleiðing.
Eit í dag annað á morgun er mottó Samfylkingarinnar.
Ragnhildur Kolka, 17.4.2018 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.