Mánudagur, 16. apríl 2018
Kynjafræði: fordómar klæddir í fræði
Karlar og konur eru líffræðilega ólík. Engin félagsfræði, eða kynjafræði, breytir því. Það má ræða fram og tilbaka hvaða áhrif líffræðilegur breytileiki hefur í för með sér. En það eru fordómar en ekki fræði að segja, eins og varaþingmaður Vinstri grænna: ,,mikilvægt sé að vinna gegn úreltum hugmyndum um að eðli og hlutverk karla og kvenna sé ólíkt."
Líffræðilegur breytileiki er ekki ,,úrelt hugmynd", nema þingmaðurinn vilji afsetja þróunarkenningu Darwins.
Kynjafræði er aðeins annað nafn á hugmyndafræði femínisma. Það hljómar undarlega, svo ekki sé meira sagt, að alþingi ætli að gera kynjafræði að skyldufagi þegar 80 prósent kennara eru konur. Hvers vegna ekki að ganga hreint til verks og banna karlkennara? Og til að fullkomna verkið; banna stráka í skólum.
Vill að kynjafræði verði skyldufag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru karlmenn ekki á hröðu undanhaldi í Háskólum?
Það er margt þarflegra sem mætti gera að skyldu en Kynjafræði, eins og t.d. fjármálalæsi, til að fólk skilji smálánastarfsemi og taki ekki slík lán.
Emil Þór Emilsson, 16.4.2018 kl. 20:27
Ég mæli með ágætri facebook síðu sem Eva Hauksdóttir setti upp um "Fjórtán einkenni feminisma". Hef sjaldan lesið svo hárbeitta ádeilu á þennan nútíma öfga-feminisma:
https://www.facebook.com/pg/Fj%C3%B3rt%C3%A1n-einkenni-feminisma-854481127934497/posts/
Valur Arnarson, 16.4.2018 kl. 22:49
Henta konur í öll störf?
Voru Wyatt Erp,Bat Mastersona og Vidoq konur?. Voru Patton, Montgomery, Rommel, Alexander, Napoleon og Eisenhower konur? Voru Hermann Jónasson, Agnar Koefoed, Sigurjón Sigurðsson konur? Voru Pálmi Hannesson,Sveinbjörn Egilsson,Einar Magnússon, Kristinn Ármannsson konur?
Halldór Jónsson, 17.4.2018 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.