Botnlaust góðæri - erfið vandamálaleit

Á Íslandi ríkir botnlaust góðæri; hagvöxtur, ekkert atvinnuleysi, heimilin bæta eignastöðuna jafnt og þétt. 

Vandamálaleitendur eiga erfiða tíma enda eru þeir farnir að skyggnast inn í einkalíf fólks til að kanna hvort uppeldið sé ekki í lagi. Þá er fámenn heilbrigðisstétt í uppnámi vegna þess að hún er í röngu stéttarfélagi. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru einnig undir smásjánni.

Vandamálaleitendur í fjölmiðlum eru orðnir svo örmagna á góðærinu að þeir krefjast niðurgreiðslu frá ríkinu til að manna vælubílinn.


mbl.is Fjáreignir heimilanna jukust um 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vandinn er ekki of mikið góðæri heldur misskipting kaupmáttaraukningar í góðærinu. Á meðan fasteignaeigendur stinga góðæri leigjendanna beint í vasann með velþóknun stjórnvalda þá duga varla 2 fyrirvinnur á hverju heimili til að standa undir góðæri fasteignaeigenda.

Það er nefnilega hægt að auðgast á fleiru heldur en leigu fyrir orkumæla!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.4.2018 kl. 12:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

....Ætli ekki það Jóhannes og hneppt í stofufangelsi eigenda. japönsk gamalmenni hafa ráð undir rifi hverju! Vandamál þeirra er einmanaleiki,þá hnupla þau í búðum og ganga alsæl í félagsskapinn í hegningarhúsunum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2018 kl. 14:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú stendur með annan fótinn í fötu, fullri af krapavatni og hinn í fötu fullri af sjóðandi vatni, þá líður þér væntanlega bara ágætlega Páll.

Þannig er okkar þjóðfélag, að meðaltali bara alveg ágætt. Þó eru stórir hópar sem ekki hafa til hnífs og skeiðar, meðan aðrir geta látið gullhúða súkkulaðið áður en það er étið!

Gunnar Heiðarsson, 10.4.2018 kl. 17:55

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er nú tæpast hægt að segja að hérlendir fjölmiðlar standi sig í stykkinu, um nánast hvað sem er. Nú hefur þeim hinsvegar verið fært þægilegt vopn í hendur.: Skoðanakannanir.

 Nú geta þeir tuggið á þeim andskota, alveg fram á kjördag. Teygt  þetta og togað og "spekúlerað" út um eyrun ávsér. Ekkert annað mun komast að, næstu vikurnar hjá "fjölmiðlum" Íslands. 

 Á meðan verða engir vælubílastyrkir nauðsynlegir, því vælukjóarnir á fjölmiðlunum eru dottnir í draumaverkefnið.: Endursegja eftir öðrum, í stað þess að flytja fréttir. Ömurlegra verður það trauðla, í fjölmiðlun.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2018 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband