Þriðjudagur, 10. apríl 2018
Norskur þingmaður: Noregur er stórveldi gagnvart Íslandi
Í EES-samstarfinu er Noregur stórveldi, segir norskur þingmaður, og á við að Ísland fylgi Noregi eins og hundur í bandi. Af þessum sökum, sagði þingmaðurinn, ætti Noregur ekki að bjóða Bretlandi inn í EES-samstarfið.
Ummælin falla í frétt af deilum á norska Stórþinginu um afskipti Norðmanna af samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Þingmaðurinn Heidi Nordby Lunde er jafnframt formaður samtaka ESB-sinna.
Heidi Nordby Lunde og félagar hennar vinna skipulega að útvíkkun EES-samstarfsins til að gera Noreg að ESB-ríki í gegnum bakdyrnar. Norðmenn taka ákvarðanir og Ísland fylgir eins og hver önnur hjálenda stórveldisins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.