ESB tapar í Ungverjalandi; sniðmát lýðræðis umskrifað

Sigur Viktor Orban í Ungverjalandi er tap Evrópusambandsins. Orban er valdhöfum í Brussel óþægur ljár í þúfu. Hann leiðir andóf Austur-Evrópuþjóða gegn tilskipunum um viðtöku múslímskra flóttamanna og afskiptum af innanríkismálum.

Pólsk stjórnvöld taka sigri Orban fagnandi og hægristjórnin í Austurríki sömuleiðis. Í þýskum fjölmiðlum er Orban ýmist kenndur við harðlínulýðræði eða foringjalýðræði sem er andstaða við frjálslynt lýðræði.

Fjölmenningin var til skamms tíma pólitísk stefna frjálslynds lýðræðis. Í áratugi gróf fjölmenningin undan þjóðlegum samfélagsgildum. Stjórnmálamenn eins og Orban, Kaczynski í Póllandi og Kurz í Austurríki fá lýðræðislegt umboð almennings til að stemma stigu við fjölmenningunni.

Í félagi við leitoga í Mið- og Austur-Evrópu eru Trump í vestri og Pútín í austri að umskrifa sniðmát vestræns lýðræðis.


mbl.is Flokkur Orban með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband