Sunnudagur, 8. apríl 2018
Ísland er ekki hjálenda Noregs - Osló þarf skýr skilaboð
Norskir embættismenn, sem upp til hópa eru ESB-sinnar, líta á EES-samninginn sem verkfæri til að gera Noreg að ESB-ríki. Þeir taka fagnandi allri útvíkkun EES-samningsins enda færist Noregur þar með nær því að verða aðildarríki Evrópusambandsins.
Norsku embættismennirnir líta á Ísland eins og Gamli sáttmáli sé enn í gildi. Ef konungsríkið tekur ákvörðun skal hún gilda fyrir hjálenduna.
Alþingi Íslendinga á að standa vörð um fullveldið og yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum okkar. Embættismennirnir í Osló verða að fá skýr skilaboð. Við eigum að hafna yfirtöku ESB á rafmagnsframleiðslu á Ísland í gegnum EES-samninginn.
Miklar áhyggjur af orkulöggjöfinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.